Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 109
Pétur Palladíus
Líkræða yfir hverjum sem vill
inir fyrstu biskupar í lúterskum sið hafa fengið heldur slök eftir-
mæli í bókmenntasögunni. Veldur þar einkum nýsköpun lúters-
manna við sálmasöng þar sem áhersla var lögð á nákvæma þýðingu
en minna skeytt um bragreglur, kveðandi og skáldskap. Hefur flestum þótt
steininn taka úr með Gíslasálmum Jónssonar í Skálholti frá 1558: Glaðlega
viljum vér allelúja syngja / með kærlegheitsins begering. / Vort hop og hjarta
til Guðs skal lyftast / með sinni helgri náð og miskunn. / Sem hefur leyst oss
af allri synd ...
Er nema von menn spyrji til hvers var höggvinn Jón Arason skáldbiskup.
íslenskir siðskiptamenn hafa þó sumir verið lofaðir fyrir afrek sín í
óbundnu máli, einkum Oddur Gottskálksson þýðandi Nýja testamentisins,
og þegar skyggnst er um bókmenntir þessara tíma verður ljóst að félagar
hans hafa ýmsir verið liðtækir höfundar.
Pétur Palladíus Sjálandsbiskup var helsti umsjónarmaður hins nýja siðar
á íslandi, mun hafa vígt fyrstu fjóra siðskiptabiskupana, sem raunar kölluðu
sig umsjónarmenn (superintendentes) af lítillæti hinnar nýju kirkju. Annar
lútersbiskup í Skálholti, Marteinn Einarsson, var vígður 1549, gekk brösu-
lega í starfi, en áður en hann neyddist til afsagnar gaf hann út fyrstu lútersku
handbókina fyrir presta: Ein kristileg handbók, íslenskuð af herra Marteini
Einarssyni fyrir kennimenn í íslandi. Hún var prentuð í Kaupmannahöfn
1555 og hafði Sjálandsbiskup auðvitað hönd í bagga, sem framhald titilsíðu
greinir: . . . og korrigeruð af doktor Pétri Palladíus með þeim hætti sem hér
finnst í hans formála. Bókin er í raun tvær bækur, annarsvegar sjálf hand-
bókin „fyrir þingapresta í íslandi“, hinsvegar fylgir eftir „lítið psálmakver af
heilagri skrift útdregið og íslenskað“; fyrstu sálmaþýðingarnar sem brúkast
áttu í lútersk-evangelískri kristni á íslandi, svokallaðir Marteinssálmar.
Vart hefur hér verið vanþörf á handbók fyrir presta í upphafi lútersku.
Siðskiptamenn litu flestar kirkjulegar athafnir öðrum augum en villumenn
páfans, en klerkar voru uppfóstraðir í katólskum fræðum og sinntu misvel
nýrri kenningu, ritúali hennar og guðfræðilegri undirstöðu. Þá kom umrót
TMM 1997:1
99