Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 24
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON Lux sem hefur takmarkaðan áhuga á sögulegri úttekt gengur óhikað fram í krufningu sinni á kynslóð miðs tíunda áratugarins. Ólíkt tíu árum eldri forverum sínum sem leituðu með postmódernískum hætti að merkingu myndbrotanna í rústunum kringum sig forðast yngstu listamenn alla leit að slíkum táknrænum, félagslegum „upplýsingum". Þeir láta sér nægja að „grípa“ inntaksrýr brotin umhugsunarlaust og „tengja“ verkum sínum formrænt. Þannig verður til sjálfskapað — „autopojetískt“ — myndmál án nokkurrar hugmyndafræðilegrar, trúarlegrar eða pólitískrar, skírskotunar. Upplýsingasamfélagið hefur engin not fyrir díalektískt mynstur módernism- ans og postmódernismans. Hins vegar hefur það þróað kæruleysi — indif- ference— þessara fyrri nútímaskeiða til ákveðinnar einhverfu — „autisma“ — svo að nú er hver maður eyland meðal eyja án þess að hafa af því áhyggjur. Tilraunir postmódernista til samruna vegna þarfar fýrir samsemd—Simone de Beauvoir talaði um symbiose—henta illa upplýsingasamfélaginu. Eins og heimasíðurnar á netinu raðast einstaklingar saman líkt og kúbískir klasar án þess að bráðna saman í skoffín — hybrida. Þessari stöðu mála telur Harm Lux venjulegt sýningarými ófært um að koma til skila. „Hvíti (móderníski) kubburinn“ er eins og menningarlegt þjóðskjalasafn sem hefur glatað allri merkingu í augum unga fólksins og síðustu kynslóðar listamanna. Útisýningasvæðið, „strætið", „bílskúrinn“ og „tóma verksmiðjan" sem hentuðu svo vel nýhúmanískum hugmyndum postmódernistanna fyrir tíu til fimmtán árum virka sem þreytt skrípamynd á unga listamenn á miðjum tíunda áratugnum. Eina svarið til handa sjálf- sprottinni — autopojetískri — kynslóð „tölvufíkla og sýndarverusvamlara“ á tímum frumspekidoða og raunhæfrar — pragmatískrar — tjáningar telur Lux vera sýningarými sem svipar til leikhúss, iðnsýningar, sýndarrýmis, leiktækjasalar og diskóteks. Samnefnari fyrir slíka tegund sýningar er ekkert minna en gamla fjölleikahúsið, revían, Tívolí og Disneyland. Fyrir sýningastjórann hollenska eru þáttakendur í slíkri sýningu ekki listamenn með stóru „L-i“ sem reyna að kraka að sér athyglinni heldur lausbeislað verktakateymi sem smíðar sig saman, hver með sínum hætti, hver frá sínu horni, uns eftir stendur völundarhús þar sem allt getur gerst, allir skemmta sér sem best þeir geta og fást ekki til að hverfa heim fyrr en birta tekur af degi. Þá upphefur slíkt sundurlaust samhengi allar þjóðlegar, trúar- legar og upprunabundnar áherslur. Þannig getur afrísk ættbálkalist staðið við hlið fútúrískrar samtímalistar í krafti menningarlegs fjölræðis og jafnað- ar. Enginn þarf að skammast sín fyrir uppruna sinn, stétt, siði eða hnattstöðu. Sem sannur raunhæfingur — pragmatíker — talaði Harm Lux af reynslu og brá í fyrirlestri sínum upp fjölmörgum litskyggnum af nýafstaðinni sýningu sinni, A Night at the Show — „Á næturskemmtuninni“ — sem var opin á 14 TMM 1997:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.