Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 127
RITDÓMAR ingu. Tungumál hennar og formgerð kallar á yfirlegu, leitar á mann, lætur ekki í friði. Sagan sýnir að hægt er að vinna úr hefðinni á skapandi hátt, skrifa sig affur í tímann án þess að viðfangsefnið fari á flot eða verði laust í reipum, án þess að orðin deyi sögð. Hún leiðir í ljós að vort líf er skrautlega fært í fjötra fortíðarinn- ar, bæði þeirrar sem hver maður upplifir með sjálfum sér á eigin sál og líkama og hinnar sem einungis er til sem saga sögð. Hún leiðir í ljós þá staðreynd að maður- inn hittir sjálfan sig fyrir hvert sem hann fer, að nútímamaðurinn grípur ávallt í tómt því hann er umfram allt samtíma- maður hins óþekkta sem endurómar ekki síst í þokukenndri veröld, seigfljót- andi tíma, draumþungum svefni; hvað er líf og hvað er heimur — ég veit ekki hvort ég vaki eða sef: „Risar á vegi mín- um hefðu ekki komið mér í opna skjöldu — álfar, tröll, draugar. Allt þetta bærðist í þögulli þokunni. Ég vissi það“ (178). Eiríkur Guömundsson Ofskynjanir Andri Snær Magnason: Engar smá sögur. Mál og menning, 1996. Engar smá sögur eru samtals sex, þar af er sú síðasta langlengst og lagskipt. Yrk- isefnin eru ekki öll nýstárleg en meðferð- in á þeim er það. Höfundur sækir sér hugmyndir í þjóðsögur, goðsögur og ýmsar aðrar sögur ýmissa skálda. Orða- notkunin er oft og einatt húmorísk og frumleg, höfundur forðast sjálfvirkt myndmál þótt myndmáli sé vissulega beitt. Hver saga er vitasjálfstæð og spilar samkvæmt eigin tóni. Sögurnar eru skemmtilesning með miklum táknræn- um möguleikum. Hlutlægni er þeim flestum sameiginleg og þrátt fyrir víðar og tíðar skírskotanir í annarra verk eru þessar sögur ný verk, vel skrifuð, skemmtileg og vel skiljanleg. Fyrstur gengur sjóarinn Ari fram á sjón- arsviðið, steríótýpískur karl sem gerir einhæfar kröfur til lífsins gæða, vill hafa vísan kvenmannsbelg á vísum stað til víss brúks en ekkert leggja á móti nema sinn eigin líkama þegar best stendur á. Líklega telja margir að þessi saga hafi þegar verið sögð en Andri segir hana á harla nýstár- legan máta. Sjónarhornið er alfarið hjá Ara sem mislíkar hvort heldur er hrein- lætisæði jarðneskra kvenna sem hann varpar akkerum sínum hjá um stundar- sakir eða þang- og þaradilla hafmeyjar- innar sem hleypur á snærið hjá honum þegar líður á ævina. Ara er helst ekkert þóknanlegt nema að fá útrás fyrir sínar holdlegu hvatir í orði og verki. Þegar hann fiskar hafmeyna finnst honum hann aldeilis hafa komist í feitt, því öll vitum við jú að allar eru þær íjarskalega þjónustulundaðar. Lesanda kemur hreint ekki á óvart að Ara skuli lást að hugsa um tæknilega útfærslu samræðis- ins sem hann hlakkar þessi býsn til vik- um saman, meðan hafmeyjan svamlar í baðkarinu og aðlagast einfaldleika of- anjarðvistarinnar. Lesandi bíður hins vegar spenntur eftir að sjá útfærslu höf- undar á vandanum, og hún brást a.m.k. ekki mér. Ari er óspennandi staðalmynd í sjálfu sér en saga hans er sögð á ferskan hátt, á skáldlegu sjómannamáli, þar sem flest er vegið og metið í sjávarháttum: „Eitt sinn sem endranær var Ari úti á Faxaflóa að draga ýsur, það var þrútið loft og þungur sjór“ (bls. 10). Ari hefði getað dregið lærdóm af eigin sögu. Það gerir lesandi. Söguhetjan Andri í Vísundri er hrópleg andstæða Ara, vill horfa á grátt, klæðast gráu, vera grár og hugsa um ekkert ann- að en raungreinar. Utanbókarlærdóm- urinn sem skólinn heldur að honum er hans líf og yndi. Enginn amast við því en þegar hann kemst, eftir þrotlausar stúd- íur, í innsta hring vísindaakademíunnar og þykist munu geta talað um togkraft milli tveggja kúlulaga hnatta eða línu- TMM 1997:1 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.