Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 112
PÉTUR PALLADÍUS
bróður (eður: systur) með sannindum góðan vitnisbyrð, bæði í sinni
trú og lifnaði, í trúnni af því hann hefur meðkennt Jesúm Christum
sinn sáluhjálpara alleinasta og þessa sína trú styrkva og stöðuga gjört
í meðtekningu heilags sakramentis, Christi líkama og blóðs, hvar fyrir
vonanda er að hann hefur stöðugur staðið allt til síns dauðadags, og
svo líka að hans lifnaður muni verið hafa óstraffanlegur, — því viljum
vér hann Guði bífala, treystandi að hann með oss og vér með hönum
munum á síðasta degi allir upprísa til eilífra fagnaða. Amen. Amen.
Textus: Ecclesiastis 9. kapítuli
Engitin mann veit sína endalykt. Svo sem fiskarnir verða teknir með önglinum
ogfuglarnir með netjum, svo verða mennirnir og teknir á dauðans tíma, því að
hann kemur hastarlega að mönnunum óvitandi.
Hér í þessum texta kennir Ecclesiastes oss tvenna merkilega hluti.
Fyrst að dauðinn er vís, en tími dauðans óvís. Það bívísar hann með
tveimur eftirlíkingum.
Um það fyrsta vitum vér af Guðs tilsettu ráði að vér eigum að deyja.
Hvar og hvenær að dauðinn kemur, hvort heldur það er úti eður inni,
á sjó eður landi, sem Ecclesiastes segir framdeilis í 11. kapítula: Hvort
heldur að tréð fellur í suður eða norður, þar liggur það — og þá er það
víst að það hlýtur að falla, en hvar helst eður hvenær, það er óvíst. Svo
er það og með oss. Þar fyrir liggur oss makt upp á að vér lifum svo hér
í heimi að vér ekki óttunst dauðann.
En vor heimska og gáleysi er svo mikið að dauðinn finnur oss altíð
vanbúna. Vér segjum vel: Hefða eg það og það gjört, eða svo til sett
sem eg vildi það færi, svo vilda eg gjarna deyja. Með þvílíkri hugsan
svíkjum vér sjálfa oss, því að hversu lengi sem dauðinn tefur þá höfum
vér æ jafnan nokkuð ógjört.
í annarri grein setur Ecclesiastes hér tvennar eftirlíkingar, um fiska
og fugla, því það er svo háttað með oss sem með þeim. Því að nær
fískarnir leita sér fæðu af önglinum þá eru þeir teknir, svo líka fugl-
arnir nær þeir leita sinnar fæðu, þá verða þeir og teknir. Það gengur
oss og svo, því þá vér ætlum oss að vera í farsællegustu lífi, nær vér
erum með gleðskap og lifum effir vorum eigin vilja, kemur dauðinn
hastarlega og fangar oss þá vér tökum oss síst vara.
Svo gekk það kónginum af Babílon þá hann gjörði eitt mikið
102
TMM 1997:1