Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 126

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 126
RITDÓMAR liðna tíma eins og nýlegar íslenskar skáldsögur bera vitni um. Textinn leggst yfir aðra texta, endurtekur þá en fleygar þá um leið með nútímalegri kennd. Flennibjört nótt ríkir innra með mann- inum, iðandi auðn, flögrandi dauði (sjá 76). Dagbókarritari óttast fátt meira en sitt eigið ímyndunarafl, sýnirnar sem kunna að bíða hans. Þótt líta megi á ferðabók skáldsins Williams Morris ffá árinu 1871 sem eins konar leiðsögurit Guðmundar Andra verða þau líkindi sögunni ekki til vansa nema að takmörk- uðu leyti. Hefðin vinnur með henni en ekki gegn henni. Hin rómantíska sögu- eyja umbreytist ekki á einfaldan hátt í andhverfu sína þegar á hólminn er kom- ið. Auðveld leið hefði verið að þenja út lýsingar á lúsugum og daunillum híbýl- um forfeðra okkar, sem einn ferðabókar- höfundur á nítjándu öld líkti ýmist við moldvörpuhaug eða kanínubú, útúr- drukknum latínuklerkum eða frum- stæðu sveitafólki en slíkt hefði gert sög- una að ódýrri hótfýndni. Þess í stað tekur íslandsförin afstöðu með fyrrnefndri tímakennd. Sakbitin vitund dagbókar- ritara tvístrar ekki textanum sem er heill og óskiptur í öllum sínum brotum; merkingartafir og þokuslungnar þagnir geyma þrátt fyrir allt dýpri merkingu en mörg orð. III í margræðum lokahluta bókarinnar þar sem söguhetjan er komin til Bjarnar- staða renna maður og ósýnilegur töfra- heimur saman í eitt. Surgið í gosskál Geysis blandast þungum andardrætti í níuhundruð ára baðstofurökkri, tárin renna á meðan hverinn þeytir ffá sér sjóðandi gossúlu. Dagbókarritari gengur endanlega út úr veruleikanum og inn í eigin sögu. Þá fyrst gefst hann upp á því að halda skipulega dagbók og eftirlætur Cameron skriff irnar. í því felst táknrænn vitnisburður; tungumál Camerons speglar landið án vandkvæða á meðan raunir dagbókarritara verða seint færðar í orð; öll rök sinna hugsana, orða og athafha skilur enginn maður, skrifaði Matthías Jochumsson í sjálfsævisögu sinni. í stað þess að sjá Geysi gjósa með eigin augum mætir hann uppruna sín- um á afviknum sveitabæ og skynjar veru sína í landinu á nýjan hátt. Til einföldun- ar má segja að á meðan Cameron finnur sinn stað í veröldinni finnur dagbókar- ritari sjálfan sig; Cameron með sína yfir- burðarþekkingu á fyrirbærum heimsins hefur nóg að sýsla við mælingarnar á meðan sögumaður sviptir hulunni af eigin forsögu og fræðist um fórn móður sinnar sem varð til þess að hann losnaði „við at og strit mannfélagsins", gat ein- beitt sér að því undursamlega hlutskipti að lifa, eins og Cameron orðar það (174- 75). „Sein iðrun er sjaldan hrein" segir í sögunni af Hjaltastaðarfjandanum sem höfundur setur niður á fýrrnefndum bæ í miðju landsins og ólíklegt að söguhetj- unnar bíði sú fyrirgefning sem hún þráir þrátt fyrir guðleysið enda verður sann- leikurinn henni um megn. Þótt einhverj- ir kunni að líta á sögulokin sem mála- miðlun, svik við gruninn og óvissuna sem býr í andrými textans, eru þau fýrst og síðast í anda þeirrar nútímalegu til- færslu ferðasöguformsins sem formgerð sögunnar byggir á. I lok sögunnar er dag- bókarritari að vissu leyti orðinn ofvax- inn eigin skilningi. Öll hindurvitni búa með honum þar sem hann stendur and- spænis fjallinu mikla, dvalarstað for- dæmdra sálna, ægilegum örlagavaldi manna og skepna. Þar er öruggast að stíga varlega til jarðar; fiðrið losnar ekki af fuglinum jafnskjótt og hann er dauður heldur sveimar hann eins og loðinn upp- blásinn kálfsbelgur yfir lífi og landi um alla eilífð — ef ekki sem líkamslaus andi þá sem einn virkilegur íslenskur draugur og djöfull eins og púkinn á Hjaltastöðum forðum. Guðmundur Andri hefur skrifað merkilega sögu, sögu sem kemur manni úr jafnvægi þrátt fýrir hefðbundna bygg- 116 TMM 1997:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.