Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 49
EITT LETTERS BRÉF TIL ÚTKJÁLKAKRÍTÍKERS
staðar inni með lærðar greinar, nema kannski í rykföllnum árbókum eins og
Facta Islandica, sem fáir lesa. Þar fást menn hugsanlega til að birta effir þig
ritgerðir um „Grunneðli táknvísa í fræðum Lacans“ eða eitthvað annað
ámóta óaðgengilegt.
Geturðu hugsað þér að lenda í svona hremmingum? Eru þá ekki sjálfs-
virðingin og heilindin dáldið dýru verði keypt? Sjálfur hef ég séð ágæt
fræðimannsefni á barmi taugaáfalls eftir fyrstu kennslustund sína í listasögu
við íslenskan menntaskóla. (Ég hef líka horft upp á það hvernig of stórir
skammtar af Lacan leika mannvitsbrekkur, en það er önnur saga).
Ég legg til að þú reynir að þreyja þorrann og góuna. Ég held þú hafír alla
burði til þess. Byrjaðu á því að fá þér stórt spjald, ritaðu á það stórum stöfum:
ÞVÍ MINNA MENNINGARSVÆÐI, ÞVl FLEIRI MÁLAMIÐLANIR, límdu það á vegg-
inn við hliðina á pésanum þínum og helltu þér út í slaginn. Það er nefnilega
eitt sem gerir þetta annars óbærilega menningarástand í dvergríkinu okkar
sérstaklega áhugavert fyrir verðandi gagnrýnanda. Þótt þvergirt sé fýrir allt
sem heitir opinská og heiðarleg gagnrýni, þótt allir séu haldnir ofurvið-
kvæmni og setji sig ekki úr færi að baknaga kollegana og plotta, þá er
staðreyndin sú að allur menningargeirinn — hinir útvöldu, Iistamenn og
aðskiljanlegt áhugafólk — hefur í rauninni brennandi áhuga á hugtakinu
„gæði“. Þeim er í mun að fá að vita hvort tilteknar menningarafurðir,
listaverk, leikverk eða tónlistarflutningur, séu góðar eða lofi góðu. Það er út
af fyrir sig jákvætt. Ég held að þetta tengist þvermóðskufullri einstaklings-
hyggjunni sem ég drap á hér að framan.
f dvergríkinu okkar líta nefnilega allir á sig sem listamenn eða að minnsta
kosti listamannsefni. Ég vona að vinur minn Sigurður Guðmundsson mynd-
listarmaður misvirði ekki við mig þótt ég segi þér yndislega sögu af honum.
Eins og þú kannski veist er Sigurður giftur henni Ineke, hollenskri konu, og
árum saman þreyttist hann ekki á því að segja henni hve miklir listamenn
landar hans væru. Hún var auðvitað orðin þreytt á þessum lofsöng og þegar
þau komu hingað saman í fyrsta sinn ákvað hún að kanna hvort þetta hefði
við rök að styðjast. Þau hjónin tóku sér leigubíl frá flugvellinum og á leiðinni
spurði Ineke leigubílstjórann hvort hann hefði heyrt getið um hollenskan
myndlistarmann sem hét Rembrandt. Nei, sagði bílstjórinn eftir nokkra
umhugsun, ekki kannast ég við manninn. En hvað með Mondriaan, spurði
Ineke, hefurðu heyrt hann nefndan? Svar bílstjórans var á sömu lund. Þóttist
Ineke þarna hafa dregið burst úr nefi ektamaka síns og leit hann vorkunn-
araugum. Þá sagði bílstjórinn skyndilega: Ég heiti Jón Jónsson, ég er líka
myndlistarmaður; kannski hafið þið heyrt mín getið? Við þetta gladdist
Sigurður auðvitað ósegjanlega.
Það sem ég vildi sagt hafa er að í dvergríkinu okkar er ekki nóg fyrir menn
TMM 1997:1
39