Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 123
RITDÓMAR óútkljáð í upphafi ferðar; samband hans við unnustu er í upplausn, samviskubit vegna dauða eiginmanns hennar nagar hann, en saman hafa þau steypt honum í glötun og dauða. í honum takast á and- stæðar kenndir sem ferðinni er ædað að koma skipulagi á. Þremenningarnir hyggjast fara um hefðbundnar slóðir breskra ferðalanga sem sumir voru undir jafn miklum áhrifum frá eldri ferðlýs- ingum og frá fólkinu eða landinu sem þeir reyndu að lýsa með skrifum sínum, eins og Aho bendir á í fýrrnefndri grein (sjá 206). Þeir ætla að sjá Geysi gjósa, ganga á Heklu, skynja til hlítar norrænan anda sögueyjarinnar og vitja Þingvalla, svo nokkuð sé nefnt. Ferðin er þannig öðrum þræði merkt hefð breskra við- horfa til íslands. Þeir taka land í ömur- legri Reykjavík, eiga tal við sjálfstæðis- hetjuna Jón Sigurðsson og þjóðskáldið Matthías Jochumsson, en hverfa síðan á vit ævintýra á Suðurlandi þar sem þeir fara um Njáluslóðir og ganga á bók- menntafjallið Heklu. f íslandsförinni er Guðmundur Andri ekki aðeins að skrifa sig aftur í hina gömlu og góðu tíma návista og kynfylgju þar sem hver og einn bar „inni í sér alla þá sem á undan honum fóru, ætt sína og meira að segja alla þá drauga sem fýlgdu ættinni" (191), heldur sameinar hann tilvistarrannsókn skáldsögunnar og tíð- indaleysi dagbókarinnar, hæga fram- vindu, glatað tímaskyn þar sem smáat- riðin spretta fram hvert af öðru. Persónuleg leit söguhetjunnar rennur saman við undrun ferðabókarhöfundar- ins; hún er ýmist ölvuð af svipsterkri auðn eða lömuð af beyg, illum grun sem ekki skýrist til fulls. Óhamin náttúran lýtur engu nema Guðs boði eða fjandans, alla ferðina svífur dagbókarritari yfir hyl- dýpinu sem skilur að líf og dauða, andrá og eilífð, ljós og myrkur (sjá 59). Galdur sögunnar felst ekki síst í tímakenndinni, þar sem dagarnir dansa í takt við tungu- málið og surgið í pennanum veitir „kyn- lega fró líkt og þar sé að finna bærilega rás fyrir dunandi blóð mitt“ (12), eins og það er orðað snemma í sögunni. Hvert tímans mark vekur spurn um hver örlög söguhetjan fær, textinn verður gljúpur og leyndardómsfullur, varhugaverður eins og landið sjálft. Eitthvað hefur gerst síðan Sveinn Pálsson bókfærði effirfar- andi vitnisburð um lækninn Henry Hol- land og félaga hans sem komu til lands- ins árið 1810: „Þeir reistu hér sem húsgangar, þáðu allt! endurguldu ekkert! gáfu ekkert! tímdu ekki að ríða! og spurðu eftir fáu nema brennisteini.“ II ísland þessarar sögu er draumsýn. Faðir söguhetjunnar varar hana við ferðinni í upphafi og segir að til landsins sé „fátt að sækja nema drauma. Drungalega drauma, undarlega drauma“ (11): — Ultima Thule, sagði hann: skáldlegt land sveipað dul og fornum gátum. Skrímsli svamla í þokuslungnum vötnum, í snævikrýndum fjöllum dvelja risar, huldufólk í hólum, mar- mennlar á skerjum, í hrauni dvergar. Það var óháð allri þróun og mennirnir þar — sagði hann við mig — verða níu hundruð ára gamlir. Þeir deyja þar og fæðast aftur á ný. Sömu mennirnir aft- ur og aftur og aftur. Sömu sögurnar, sömu örlög. (13) Reynsla dagbókarritara staðfestir þessa mynd náttúrudulhyggjunnar af landinu. Hún leiðir í ljós að uppruni hans er sam- ofinn óraunveruleika landsins, að for- saga hans rennur saman við gáskafulla draugasögu um Bjarnarstaðafjandann sem félagi föður hans frá Islandi, Jón gamli, gaf honum og bað að gæta eins og sjáaldurs auga síns. Örlög hans verða ís- lensk örlög. Landið tekur undir með leit söguhetjunnar að sjálfri sér. Undur vitja ferðalanganna og hverfa um leið, landið er ýmist sveipað helgiblæ, galdrasvið eða ömurlegur staður þaðan sem allir hljóta að vera á förum. Drykkjurútar og fábján- TMM 1997:1 1 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.