Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 27
MIÐJAN OG JAÐARINN nú til dags sé nægur tími til íhugunar, andstæðu þess innantóma áreitis sem sýknt og heilagt hellist yfir okkur. Menn verði að átta sig á því að það eru takmörk fyrir því sem tæknin getur miðlað okkur. Handan þeirra takmarka er t.d. list sem unnin er með öðrum hætti en með hjálp tölvunnar.11 í niðurlagi fyrirlestrar síns tók Bukdahl undir þær röksemdir Lyotards að mikilvægt væri að rækta auk háþróaðrar tölvumyndgerðar annars konar og hispurslausari listtjáningu. Andstæður í listtjáningu væru ekki aðeins hollar heldur nauðsynlegar hverju margslungnu menningarsamfélagi. Miðjan ogjaðarinn: Menning áfaraldsfœti Síðasti dagur ráðstefnunnar var helgaður umræðuefni sem þótti snerta okkur íslendinga með beinni hætti en yfirskriftir fyrri daganna. „Miðjan og jaðarinn: Hringrásir listaheimsins" var yfirskrift sem gaf til kynna að nú yrði tekist á um legu landsins og menningarlega sérstöðu þess. Það var svissneski listfræðingurinn Paolo Bianchi sem hóf umræðuna með erindi sínu Centre against Periphery 0:0 — „Miðjan gegn jaðrinum 0:0“. í stuttu máli kynnti hann afstöðu sína til málsins með því að vísa til æ nánari tengsla milli listar og daglegs lífs, milli há- og lágmenningar, milli miðjunnar og jaðarsins. Það væri ekki vegna þess að annað væri að jafna út hitt heldur vegna þess að ákveðinn skilningur væri að vakna fyrir lífinu sem list, fyrir því að hið „lága“ geti verið dýrmætt og þannig nálgaðist jaðarinn miðjuna. Fyrir jaðarinn er það eins og að sættast við fortíð sína að sættast við miðjuna. Ef bak við mann er sterk hefð er óhjákvæmilegt annað en finnast maður standa á jaðrinum. Að yfirgefa jaðarinn felur hins vegar í sér sátt við hefðina og söfnin. Fútúrist- arnir vildu brenna söfnin en De Chirico vildi baða þau íronísku, göfgandi ljósi. Fyrir listamenn samtímans er sagan líkt og endalaust, babýlónskt skjala- safn af myndum, miðlum, hljóði og táknum sem hægt er að nota til að kanna opið rými framtíðarinnar. Lífið í dag er eins og hirðingjalíf sem hægt er að höndla í litlu upptökutæki. Það má hugsa sér heiminn út frá tökkunum á tækinu. Upptökutakkinn er líkastur ferðalagi meðan afspilunartakkinn er eins og frásögn. Hægt er að horfa til baka með því að keyra spóluna aftur, og fram á við með því að spóla áfram. Hálfmeðvituð tónlistarupplifun gegnum heyrnartæki gefur víðóma sviðsmynd af heiminum. Björk syngur: „My headphones, they saved my life / your tape / it lulled me to sleep / nothing will be the same.“12 Þannig verður listamaðurinn sem hvarflar til baka um leið og hann heldur áfram göngu sinni eins og maður tveggja heima. Hann flöktir á milli þeirra eins og millifari — betweenie — áþekkur Orfeifi sem söng á mörkum tveggja heima með rödd sem kallaði um leið og skáldið og TMM 1997:1 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.