Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 75
ÞÖGNÍN í ORÐUNUM þeim. I sérhverju hugtaki felst þannig merkingarfrestun og margir merking- armöguleikar, þöglir. Við fáum margræðnina í kaupbæti með orðunum, við getum aldrei tjáð nákvæmlega og eingöngu það sem við hefðum kosið og sá sem við tölum við mun aldrei skilja nákvæmlega hvað það var sem við sögðum.7 Pælingar af þessu tagi um tungumálið ganga eins og rauður þráður gegnum allar bækur Jakobínu Sigurðardóttur. Hjá alþýðufólkinu, verkafólkinu og bændunum, sem hún lýsir í smásög- um eins og „Stellu“ í Púnktur á skökkum stað (1964), Dœgurvísu (1965) og Lifandi vatninu (1974) stendur fólk varnarlaust frammi fýrir tungumálinu. Þögnin hleðst upp og verður ærandi. Fólkið segir ekki það sem það langar til að segja og langar ekki til að segja það sem það segir. Orðin færa merkinguna aðeins fjær og það skilur ekki hvert annað. Og hvar á að hefja hina sameiginlegu baráttu ef tungumálunum hefur verið sundrað eins og Guð gerði til að lækka rostann í mönnum sem héldu að þeir gætu byggt Babelsturn sem næði til himins: Og Drottinn mælti: Sjá, þeir eru ein þjóð og hafa allir sama tungumál og þetta er hið fýrsta fýrirtæki þeirra. og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fýrir hendur að gjöra. Gott og vel, stígum niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að enginn skilji framar annars mál.8 Þó að Guð vilji ekki að mennirnir skilji hver annan, vill skáldið og listamað- urinn Jakobína Sigurðardóttir þýða eitt tungumál yfir á annað í og með verkum sínum, leita að skilningi og merkingu í torskildum málheimi, fullum af hálfkveðnum vísum. Eins og bandaríski bókmenntafræðingurinn Shos- hana Felman bendir á felur slík þýðing í sér að sá sem þýðir tekur skrefið yfir í hið óþekkta, tungumál hinna, og gerir það að sínu og sig að því: „ ... það sem er í húfí á leið eins tungumáls til annars er síður þýðingin í sjálfri sér en þýðingin á sjálfum sér— yfir í framandleika tungumálsins." 9 Sigmund Freud gengur svo langt að kalla þekkingarþrá mannsins „hvöt“ og líkir henni þar með við hvatir sem eiga upptök í líkamanum en fá form og viðfang í sálarlífmu.10 Við þráum merkingu, svör, sögur af því að það er eitthvað sem ekki gengur upp, eitthvað sem vantar. Það vantar merkingu og Salóme leitar þessarar merkingar í sögu sinni. „Ég sagði ekkert“ segir sögu- konan í skáldsögunni / sama klefa og heldur áfram: Sala — Salóme var ekki að tala við mig fremur en eitthvað annað eða einhvern annan. Ef til vill var hún að tala við snjóinn, þennan eilífa, endalausa snjó hvert sem litið er. — (89) Sala er að tala við snjóinn og snjórinn er eins og hið óskrifaða, hvíta blað. A hinu óskrifaða blaði rúmast allar sögur eins og öll hljóð felast í þögninni og TMM 1997:1 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.