Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 54
JÓN PROPPÉ vaxin heil iðngrein. í stað þess að vera bara tilkynning um einhvern viðburð eru veggspjöld nú gjarnan framleidd beinlínis til innrömmunar og heilar verslanir eru lagðar undir það að selja veggspjöld. Loks má nefna hinn illskilgreinanlega heim listmunanna, þar sem nær engin leið er lengur til að gera greinarmun á frummynd og endurgerð. Um leið og eftirprentanir duttu úr tísku fór það að verða viðtekin venja að listamenn gerðu sjálfir verk í mörgum eintökum. Orðið multiple stendur nú við hlið orðanna „olía á striga" í verkaskrám listasafnanna. Það eru verk sem eiga sér í raun enga frummynd. Eintökin eru ekki eftirmyndir heldur einskonar íjölfaldaðar frummyndir. Jafnframt þessu er það orðið algengt að listamenn framleiði verk í seríum. Jafnvel heilu sýningarnar eru settar upp þar sem öll verkin byggja á sömu hugmynd og svipaðri úrvinnslu. Verkin eru þá oft svo svipuð að það væri hægðarleikur að ruglast á þeim ef maður sæi þau ekki lilið við hlið á veggnum. Þetta vinnulag er orðið svo útbreitt að listamenn og gagnrýnendur telja vart lengur í stökum listaverkum heldur er það sýningin, helst með ítarlegri sýningarskrá, sem er nú einingin í listaheim- inum. Sumir ganga svo langt að þeir teygja sömu seríuna yfir margar sýningar og eru þá líklega farnir að hugsa um listsköpun sína í períódutn. Það er auðvitað ekkert athugavert við þetta, en það veltir þó upp ýmsum spurningum sem tengjast vandamálinu um frummyndir og endurgerð. Ef listamaður býr til fjöldann allan af ákaflega svipuðum verkum, hvernig förum við þá að því að greina eftirmynd frá frummynd? Við þessu er ekkert svar og það er í raun út í hött að spyrja. Samt er ekki alveg ljóst hvernig á því stendur. Hver er þá munurinn á gerð frummyndar og eftirmyndar? Er það eftirmyndin sem hverfur þegar við förum að kryfja slíkar spurningar? Verð- um við að líta á allt sem frummynd, bara af því að hver hlutur getur talist einstakur hversu mjög sem honum svipar til annarra? Það má teljast undarlegt að fjöldaframleiddar bækur skuli ekki hafa vakið spurningar af þessu tagi. Jafnvel elstu heimildir um slíkar bækur lofa þær. Sú elsta er bréf sem Enea Silvio Piccolomini skrifaði til kardinálans af Cavajal í mars árið 1455 eftir að hann haföi séð nokkrar arkir af fjörutíu og tveggja lína biblíunni á bókamessunni í Frankfurt. Piccolomini segir arkirnar vel skrifaðar og fallegar og hann lofar að reyna að fá eintak fyrir kardinálann. Þótt handrit hafi enn selst lengi eftir að farið var að prenta bækur töldu menn bækurnar síst lakari og jafnvel miklu betri. Þær voru yfirleitt læsilegri og það mátti frekar reiða sig á textann í þeim, þrátt fyrir nokkur fræg dæmi um meinlegar villur í fyrstu prentuðu útgáfunum. 44 TMM 1997:1 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.