Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 34
GUNNAR J. ÁRNASON
Saga listarinnar er oftast nær skrifuð sem saga þeirra manna eða afla sem
mest hafa mótað framvindu listarinnar, þar sem leitað er sögulegra orsaka,
hver hafí haft áhrif á hvern, hvar valdið liggur á hverjum tíma. 1 þessari sögu
verða vissir einstaklingar aðalpersónur í miðju atburðarásarinnar, á meðan
flestir aðrir eru annað hvort ekki í aðstöðu til að hafa áhrif á ffamvindu mála
eða virðast dangla lausir og vera að fást við hluti sem eru hættir að skipta máli.
Það má einnig sjá hvernig miðjuhugsunarhátturinn kemur fram í umræð-
unni um leitina að kjarnanum í listinni, því sem skiptir hana mestu máli og
gefur henni mest gildi, gagnvart öllu því sem er yfirborðskennt eða tengist
henni lauslega og eru jaðarfyrirbæri að því leyti að þau skipta ekki meginmáli
fyrir innsta eðli hins listræna starfs.
Að lokum má ekki gleyma hinni miklu áherslu á höfiindinn og persónu
hans, sem einkennir nútímann. Ekki aðeins dýrkun á vissum höfundum,
hinum miklu meisturum nútímalistarinnar, heldur einnig því sem býr innst
inni í sálarfylgsni hvers skapandi manns, s.s. skapandi starf sem leitin að því
sem býr innst inni í sálarlífi hvers um sig.
Ég skal ekki dæma um það hvort þessi miðlægi hugsunarháttur, þar sem allt
sem er á jaðrinum hverfist um það sem liggur í miðjunni, sé einkennandi
fyrir módernismann. Það má eflaust finna dæmi sem bæði staðfesta þá
skoðun og hrekja, en af einhverjum ástæðum þá hafa and-miðju skoðanir
verið áberandi í póstmódernískri hugsun.
Fréttir hafa borist um að listmiðstöðvarnar séu ekki lengur eins mikilvæg-
ar og áður, að heimurinn hafi skroppið saman vegna samskiptatækni — nú
eiga allir að geta verið með.
Hugmyndafræði og miðstýringu er hafnað; það er ekki lengur nein ein
listasaga, heldur margar, sagðar frá ólíkum sjónarhornum, sem allar eiga rétt
á sér, jafnvel þótt þær stangist á; minnihluta- og jaðarhópar sem áður voru
útundan lenda nú í sviðsljósinu; öll skil milli hámenningar og lágmenningar
eru smám saman að leysast upp.
Enginn trúir lengur á sannleikann um listina. Það fer ekki fram nein
barátta um sögulegt leiðtogahlutverk; við lifum á tímum fjölhyggju þar sem
„sannleikurinn“ hefur gjaldfallið.
Jafnvel sjálfið virðist ekki eiga sjö dagana sæla; höfundurinn er dauður,
við erum ekki ein persóna heldur margar; listaverk eiga sér ekki neina eina
uppsprettu, heldur eru þau ofin úr marglitum þráðum sem enginn veit
hvaðan koma né hvert þeir liggja.
Ekki ætla ég að steypa mér út í deilur um upplausn miðjunnar. Enda höfum
við, hér á útnára, fengið síðbúnar fréttir af því að við erum ekki lengur á
24
TMM 1997:1