Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 68
LAKIS PROGUIDIS
eru ekki andstæður. Alls ekki ef við erum þeirrar skoðunar að heimur
skáldsögunnar sé formaður en ekki formlaus, hann hafi orðið til úr tiltekn-
um efniviði á ákveðnum tímapunkti sem er forsenda þess að hann sé
heilsteyptur.
6. Saga skáldsögunnar
Það að skáldsagan sé sjálfstæð listgrein er enn aðeins tilgáta, sem styðst
reyndar við athuganir. Hugmyndin um smiðjuna getur þó rennt frekari
stoðum undir hana, því í smiðju er fengist við að skoða, bera saman, flokka.
í „smiðjunni“ er reynt að búa til ættartré skáldsögunnar, eða m.ö.o. sögu
hennar. Þetta hefur verið gert og er gert í öðrum listgreinum, því þá ekki að
búa til ættartré skáldsögunnar? Það þarf aðeins að fylgja fordæmi hinna
listgreinanna. Ástæðan fyrir því að menn eiga nú erfítt með að ímynda sér
myndlistina, tónlistina o.s. frv. án sögulegs samhengis hverrar listar fyrir sig
er sú að málararnir og tónlistarmennirnir höfðu alltaf um sig hirð vina sem
fylgdust vel með sigrum þeirra og ósigrum á sviði listarinnar. Sigrum og
ósigrum sem náðu langt út fyrir þjóðleg landamæri, flokkunarffæði sem
auðveldaði kennslu (rómantík, kassík, raunsæi og svo frv.), takmarkanir af
stjórnmálalegum eða þjóðfélagslegum toga, og loks allar tilraunir til að fá
listirnar til að lúta þeirri sögulegu framvindu sem er nokkurnveginn sú sama
fyrir allt mannkynið.
Miðað við það ferli er skáldsagan, og raunar allar listgreinar, útúrdúr. Það
að rita sögu hennar þýðir því að lýsa henni sem sjálfstæðri heild sem hefur
náð að mynda eigið svið, og eigin tíma, er af sama meiði en hefur þróast á
eins margbreytilegan hátt og hugsast getur.
Ég hef verið að fjalla í grófum dráttum um þá fagurfræðilegu hugmynd sem
býr að baki orðinu „smiðja“ í mínum huga og hvernig hún er notuð í
tímaritinu. í stuttu máli sýnist mér að ef við lítum inn í „smiðju skáldsög-
unnar“ — og ég er þá ekki að tala um tímaritið heldur hugmyndina almennt
— verðum við mun færari en áður að tala um skáldsöguna sem listgrein.
Ég vil leyfa mér að ljúka máli mínu með því að vara við tvenns konar hættu
sem steðjar að skáldsögunni og miðar einmitt að því að draga hana út úr
smiðjunni: ævisögutilhneigingunni og hugtakatilhneigingunni.
Menn skrifa sífellt fleiri ævisögur. Tilhneigingin til að setja endanleg
sköpunarverk í samband við einkalíf höfundarins fer vaxandi. Það er talað
um að listamaðurinn sé sorglega einangraður í þjóðfélaginu og lifi í sínum
58
TMM 1997:1