Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 111
LÍKRÆÐA YFIR HVERJUM SEM VILL
segja yfir hverjum þeim sem hinar ræðurnar eiga ekki við sérstaklega. Að því
ég best veit er þetta fyrsta endurprentun þessarar ræðu í heilu lagi, og hefur
nú stafsetningu okkar tíma.
Framan við ræðuna eru hér settar leiðbeiningar og ræðubútar sem í
handbókinni eru prentaðar með fyrstu predikun, enda gert ráð fyrir þeim í
formála hinnar fjórðu: „Fyrst uppbyrji hann með þakkargjörð til fólksins og
loflegan vitnisburð um þann framliðna sem fyrr segir“; og í lokin er faðir-
vorið tekið framar úr bókinni, en í predikuninni er aðeins vísað til þess („Fad
vor etc.“).
Fíafi lesendur af gagn og gaman.
Mörður Árnason
Fjórða predikan,
sem mann má predikayfir hverjum sem vill
Mann skal fyrst þakka þeim sem líkið hefur fært til grafarinnar
með þessum eður þvílíkum orðum:
. . . sakir þess, mínir kristilegir vinir, að þér hafið hingað gjört yður
ómak að fylgja þessa manns líki til síns hvíldarstaðar, í hverju þér hafið
veitt hönum inu seinustu þjónustu sem þér kunnið hönum bívísa í
þessum heimi, því héðan í frá hefur hann ekki yðar þjónustu þörf,
með hverju þér hafið auðsýnt yðvar trú til Guðs og kærleika til yðar
náunga, fyrir hverja velgjörninga að þessa manns nándarmenn,
frændur og vinir, allir og hver sérdeilis, segja yður kærlega þakkir,
viljandi gjarna yður hér fyrir gjöra svo mikið til þénustu í því sem þér
viljið þeim til segja.
í annan máta skal presturinn framsegja um líferni þess sem
grafinn er, hversu hann sér skikkað hefur í sínum barndóm, í
sínu embætti, í hverri helst stétt sem hann var til kallaður, og
gefa hönum þann vitnisburð sem hann kann með góðri sam-
visku, og endi það svo segjandi:
Sakir þess, mínir kristilegir vinir, vér kunnum gefa þessum vorum
TMM 1997:1
101