Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 72
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR bönd sem binda hana við bróður hans og börnin. Hann vill að hún yfirgefi fjölskyldu sína og fylgi sér. Þess vegna skoðar Sala bæklun Kjartans sem björgun: „Og hvað hefði orðið um mig, ef hann hefði ekki fæðzt svona á sig kominn, blessaður drengurinn. Það veit Guð einn. —“(75) Vegna Kjartans getur Sala ekki fylgt Berta. Kjartan er sá kross sem hún verður að bera en hún harmar það ekki heldur þakkar fyrir hann og elskar hann. Ást hennar á drengnum litast af meinlætalosta. Það eina sem truflar samband þeirra tveggja eru kröfur Berta. Sala hindrar Jóel í að fara til sjós með Berta og lætur slíkum látum að það kemur öllum á óvart, ekki minnst henni sjálfri. Þegar fréttin um að báturinn hafi farist berst að Hömrum leggst hún í rúmið, enda veik og ófrísk. Hún þrítekur það við sögukonu að það hafi aldrei hvarflað að sér að „nokkuð illt gæti komið fyrir hann“ — þetta hafi sér aldrei dottið í hug. Samt er hún búin að segja að hún hafi fengið hugboð og verið gripin óhugnaði sem gerir hana nógu hrædda til að stöðva Jóel. Hvers vegna stöðvar hún ekki Berta? Hún velur annan bróðurinn og hinn skynjar dauðaóskir hennar þegar hann kveður hana með þeim orðum að besta lausnin væri að hann kæmi ekki aft ur. Upphaflega elskar hún Berta og tilvist Kjartans er refsing fyrir það en þegar hér er komið sögu er orðinn algjör umsnúningur á tilfmningum, ást hennar er bundin Kjartani og tilvist Berta verður eins og refsing eða hefnd fyrir það. Salóme Kjartansdóttir segir þetta ekki berum orðum en þetta má lesa úr sögu hennar. Undir vorið fæðir Sala dóttur sem hana langar til að skíra í höfuðið á Herborgu tengdamóðurinni sem færist undan því. Hún hefur hins vegar ekkert á móti því síðar að yngri telpan heiti hennar nafni. Sala segir aldrei að barnið sem fæðist vorið eftir dauða Berta sé hans barn og yngri sögukonan spyr ekki. Sögukonan spyr ekki um það sem Salome vill ekki segja. Hún vill raunar ekki hlusta á hina fáránlegu sögu hennar yfirleitt. Hún vill ekki taka þátt í henni, sýna hlýju eða samúð eða láta draga sig inn í frásögnina. Hún vill fá að vera í friði í klefanum, lesa eða sofa, og hún reynir hvað eftir annað að snúa Sölu af sér til að byrja með. Sögukonan er full af mótþróa. Hún segir: ... mér er ekkert vel við snjó. En þetta tal Sölu um snjóinn vakti mér andúð, ósjálfrátt gekk ég í varnarstöðu fyrir þessa sveit, sem ég hafði aldrei séð, þennan landshluta, þetta sólarleysi, þennan snjó yfir öllu fram í sjó allan veturinn. Hversvegna veit ég ekki. Ekki vifdi ég búa hér. (36) Hún vildi ekki sjálf búa í snjónum sem henni finnst að Sala ætti að sætta sig við. Yngri sögukonan vill ekki vera í sama klefa og Sala og vill ekki sjá neitt 62 TMM 1997:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.