Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 107
HRÚTASAGA vit á því að fara niður vinstra megin. „Höfðu lengri tíma til að hugsa“ segi ég upphátt og lækka svo í útvarpinu því ég heyri varla í sjálfum mér hrópa „jíííhaaaa“ til að hvetja japanskan reiðhestinn. Einn svartur hrútur hleypur enn fyrir framan bílinn, ekki nema eina bíllengd á undan mér. Búinn að hlaupa á veginum í svona fimm mínútur á brjáluðu harðastökki og hlýtur að fara að skíta í buxurnar. Þetta eru engar maraþon antilópur þessi fjallalömb. Enda étin með grænum baunuin og brúnni sósu. Ég flauta nokkrum sinnum á hann en þá reynir hrútsi bara að herða á sér. „Hann kemst ekki upp í hundrað“ hugsa ég um leið og ég byrja að síga fram úr honum í hægri vegarkantinum. Ég er kominn við hliðina á honum og sé niður á hann þar sem hann hleypur við hlið bílsins og virðist ekki átta sig á því að ég sé ekki lengur fyrir aftan hann því hann mænir fram á veginn og geysist áfram. Stalínísk einurð skín úr svipnum. Hefur fyrir löngu misst sjónar á félögum sínum og er orðinn einn í heiminum. Hleypur bara og hleypur. Finnst hann örugglega vera æðislegur. Ég fæ ekki staðist mátið, kveð Stalín í hljóði, skrúfa niður rúðuna, rek höfuðið út um gluggann og segi hátt og skýrt: MEEE. Á sama andartaki lítur hrúturinn upp og til hægri, beint í augu mín. Flestar skepnur eiga erfitt með að hlaupa í aðra stefnu en þá sem haus þeirra vísar í. Þetta á einmitt við um sauðfé. Hrúturinn sveigir, alveg ómeðvitað, til hægri og lendir sennilega utan í hjólbarðanum því blessaður ullarhnoðrinn tekst á loft og rúllar nokkra hringi á malarveginum. Ég stöðva sendibílinn og sé hrútinn í hliðarspeglinum, sitjandi á afturendanum í rykmekki á miðjum veg- inum. Það er ekki mikil umferð á þjóðvegum þessa lands. Ég stekk út og hleyp í áttina að honum. „Kannski fæ ég mér hann bara í soðið. Það er allavega betra en að fara að borga einhverjum fram- sóknarbónda bætur fyrir kvikindið,11 hugsa ég þegar ég nálgast hann TMM 1997:1 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.