Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 83
FORLÖG, FRELSl OG FRÁSAGNARHÁTTUR frásagnirnar spretta úr. Eitt aðaleinkennið á þessum frásagnarhætti er það sem Guðbergur Bergsson kallar „niðurrifsuppbyggingu“6 og vísar til þeirrar hneigðar frásagnarinnar að rífa niður og draga menn og málefni sundur og saman í háði um leið og byggð er upp heildstæð saga og ný sýn á samfélagið. Spænska sagan Lazarusfrá Tormes er talin fyrsta skálkasagan, en hún kom fyrst út árið 1554. Höfundur hennar er óþekktur. Sagan hafði geysimikil áhrif á þróun sagnaskáldskapar eftir útkomu sína, eins og lesa má um í effirmála Guðbergs Bergssonar við þýðingu hans á sögunni. Þekktust eru kannski áhrif hennar á hinn spænska sagnameistara Cervantes, „enda svífa þau oft leynt og ljóst og bein og óbein yfir vötnum Don Quijotes", eins og Guðbergur orðar það.7 Einnig eru áhrifm greinileg á breskar og franskar bókmenntir átjándu aldar.8 Áhrifín má einnig rekja inn í íslenska bók- menntasögu og bendi ég til dæmis á þátt Jóns Hreggviðssonar í íslandsklukku Halldórs Laxness. Flestar eru skálkasögurnar sagðar í 1. persónu eða að minnsta kosti er sjónarhornið bundið aðalpersónunni og lýsir ævigöngu hennar um lengri eða skemmri tíma. Sameiginlegt einkenni með aðalpersónum þessara frá- sagna — skálkunum eða flökkurunum — er að þeir koma frá lægri stéttum þjóðfélagsins og eru í upphafí frásagnar góðhjartaðir einfeldningar sem læra þó sína lexíu í rás frásagnarinnar. Yfirleitt á persónan sér einn eða fleiri „meistara“ sem hún oft á tíðum tekst á við í andlegum (og líkamlegum) átökum og ber títt sigurorð af. Flest ef ekki öll þessi einkenni skálkasagna blasa við í þeim þremur verkum sem hér er fjallað um, eins og reynt verður að sýna fram á hér á eftir. Tveir góðhjartaðir einfeldningar — og einn til Þótt tvær aldir og röskir þrír áratugir skilji BirtingVoltaires (1759) og Forrest Gump Roberts Zemeckis (1993) að í tíma er merkilega margt líkt með þessum verkum. Það sem tengir þau kannski fyrst og fremst saman er sá rammi sem frásagnirnar eru settar inn í og á rætur sínar að rekja til fyrr- nefndra skálkasagna. Aðalpersónur beggja verka ferðast um heiminn og upplifa á ferð sinni ýmsa stórviðburði úr samtíð sinni. Þannig eru í báðum verkum „samslúngnir margir þræðir úr samtíð höfundarins, sögulegir at- burðir, bókmentahugmyndir, deilumál, sumt dulbúið, annað ekki“, eins og Halldór Laxness orðar það í formála sínum að íslenskri þýðingu sinni á Birtingi.9 Birtingur upplifir til að mynda sjö ára stríðið milli „Búlgarakóngs og Abarakóngs“ sem háð var á árunum 1756-63 og jarðskjálftann mikla í Lissabon árið 1755. í sögunni er hæðst að bjartsýnisheimspeki Leibnitz og TMM 1997:1 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.