Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 135
RITDÓMAR anum úthlutað af kanadískum stjórn- völdum: Nýja fsland. I seinni bókinni eru sögusviðin jöfnum höndum Vesturheimur og ís- land þar sem rakin er örlagasaga afkom- enda Ólafs fíólíns á báðum stöðum og samskiptin þeirra á milli. Það mætti ætla að frásögn með þessu lagi sé hætt við að verða sundurlaus, en svo er alls ekki. Þættirnir falla vel hver að öðrum og mynda þegar upp er staðið mjög sam- stæða heild. Kynslóðimar Tímavídd sögunnar er mjög rúm. Sagan hefst á dögum hins sæla hundadaga- kóngs Jörundar, eða sumarið 1809, og nær allt fram til nútímans þ.e. spannar nærri tvö hundruð ár. Á þessum tvö hundruð árrun er sagt frá fimm til sex kynslóðum þótt megináherslan sé á sögu Ólafs fíólín, en hann fæðist fyrir miðja síðustu öld og lifir nokkuð fram yfir aldamót. Foreldrar hans voru tugthúslimir sem hlutu frelsi við valdatöku Jörundar, „hlaupastrákur undan Jökli og kvensnift af Skaga“, Jens Ólafsson og Málmffíður Franzdóttir. Hann gengur í lífvörð Jör- undar og „leggur hana í flet með sér“ þau eru meira að segja gefin saman af dóm- kirkjuprestinum, sem reyndar fram- kvæmdi þá athöfn ekki af fúsum og frjálsum vilja heldur var hann þvingaður til þess af „hæstráðanda til sjós og lands“. Síðan lá fólki í þessari ætt ætíð gott orð til Jörundar. Jens heillast af fleiru en Málmfríði, hann heyrir í fyrsta sinn spilað á bumbur, pípur og fíólín hjá fylgdarsveinum Jör- undar. Þau undur og stórmerki heltaka hann og þegar Jörundi hefur verið steypt hlýtur Jens fíólín að gjöf úr hans hendi. Þau skötuhjú komast eftir fall hunda- dagakóngsins undir verndarvæng hins milda yfirvalds Magnúsar Stephensen og gerast hjú hans á Innra-Hólmi, en Magn- ús kunni sitthvað fyrir sér í hljómlist og kenndi Jens að fara með hljóðfærið. Þeg- ar konferenzráðið flutti í Viðey fylgdu þau ekki með heldur byggði hann þeim kot efst í Borgarfjarðardölum þar sem þau bjuggu nær 30 ár og eignuðust ein fimm börn. Aðeins tvö þeirra koma við söguna, Jórunn hin fríða og Ólafur seinna kallaður fíólín, sem fæddist árið sem faðir hans dó og móðirin stóð á fimmtugu og hefði slíkt einhvertíma þótt vera merk forspá. Ólafur fíolín Ólafur elst upp hjá móður sinni fram til 10 ára aldurs en þá heillast presturinn sem orðinn er ekkjumaður af systur hans Jórunni og gengur að eiga hana og flytj- ast þau mæðgin með henni á prestsetrið. Fyrir Ólaf rennur upp sælutíð sem hann síðar á ævinni sá í hillingum. Hann lærir margt á bók, tileinkar sér útskurðarlist og reynist með afbrigðum handlaginn og það sem mestu máli skipti, hann lærði að leika á fíólínið Jörundarnaut af slíkri list að annað eins hafði ekki heyrst um Borg- arfjarðardali. En þessi sælutíð varði ekki lengi, aðeins tvö ár, og þá flytur hann með systur sinni á prestekknajörð og síð- ar giftist hún manni sem honum fellur alls ekki við. Hann hverfur því norður yfir heiðar og dvelur þar ffam á miðjan þrítugsald- ur. Þar gengur hann að eiga Sæunni Hjálmarsdóttur og þau fara að hlaða nið- ur börnum svo að bændum þykir ekki ráðlegt að ráða þau til vistar. Þar með verða þau bjargarlaus og eru send miskunnarlaust í fæðingarhrepp hans. Ekki eru viðtökurnar betri þar því fjöl- skyldunni er stíað sundur og börnunum tveimur sem lifa komið fyrir hjá vanda- lausum, þar með sveininum Ólafi sem fæðst hafði á leiðinni suður uppi á miðri heiði og var því kallaður Ólafur heiðar- sveinn, en hann er afi sögumanns sem fæddur er rétt fyrir miðja þessa öld. Fjölskyldan nær þó saman affur og fær lítið kot sem varla hefur nokkrar TMM 1997:1 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.