Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 115
LÍKRÆÐA YFIR HVERJUM SEM VILL hönum: honum. Þágufallsmyndin hönum er algeng frá elstu tímum og allt til málhreinsunar á 19. og 20. öld. inu seinustu þjónustu: hina seinustu þjónustu. Greinirinn beygist hér veikt, einsoglýsingarorð, en það var algengt í miðíslensku og hófst um 1400 að sögn Björns Karels í Islenskum orðmyndum (bls. 52). bívísa: sýna, veita, sanna. bífala: fela; skipa. Textus... — Textinn er úr Predikaranum (Ecclesiastes), 9.12, og „framdeilis“ setning úr 11.3. Þarfyrir liggur oss rnakt upp á...: Þess vegna er okkur skylt... óttunst: óttumst. -unster algeng miðmyndarending 1. persónu fleirtölu í miðíslensku; Vídalín notar til dæmis þrjár: -umst, -unst, -ustum. Vér segjum vel — „vel“ er hér áhersluorð: raunar, einmitt, trúlega, er ekki svo? Danielis bók — I 5. kafla Daníelsbókar segir frá hinni miklu veislu Belsasars konungs þegar fingur rituðu á vegginn og Daníel las úr: Mene, mene, tekel ufarsin, eða: Guð hefur talið ríkisár þín og leitt þau til enda; þú ert veginn á skálum og léttvægur fundinn; ríki þitt er deilt og gefið Medum og Persum. „Á hinni sömu nótt var Belsasar Kaldeakonungur drepinn.“ í bókinni Hester— I Esterarbók segir ff á því að Ester, fósturdóttir Mordekaís, verður drottning Ahasverusar Persakonungs en leynir ætt og uppruna; Mordekaí kemur upp um samsæri gegn konungi en kóngur veit þó ekki deili á velgjörðarmanni sínum; Haman Hamdatason ráðgjafi konungs ákveður að útrýma Gyðingum úr ríki Persa; Mordekaí klæðist hærusekk og veinar fýrir konungshliði; Haman lætur reisa Mordekaí gálga; Ester fær konung til að halda veislu, segir honum ffá affekum Mordekaís og að hún sé þeirrar þjóðar sem Haman ofsækir; Mordekaí er hafinn til virðingar en Haman hengdur í gálganum Mordekaís. Svo gekk það og þeim ríka ... — Dæmisaga Jesú í Lk. 12.16-21 er um auðugan mann sem hugleiðir hvað hann eigi að gera eftir að land hans hefúr borið svo ríkulegan ávöxt að hann á í vandræðum með að koma fyrir afurðum sínum: „Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri, og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.“ En Guð var ekki sammála og heimti sálu hans á þeirri nóttu: „Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur hjá Guði.“ Svo líka segir og Christus... — Dæmisagan um þjóninn vonda er í Mt. 24.45-51. Og hinn heilagi Páll... — Páll segir í Fyrra Þessaloníkubréfi m.a.: „Þér vitið það sjálfir gjörla að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu. Þegar menn segja: „Friður og engin hætta", þá kemur snögglega tortíming yfir þá, eins og jóðsótt yfir þungaða konu. Og þeir munu alls ekki undan komast. En þér, bræður, eruð ekki í myrkri, svo að dagurinn geti komið yfir yður sem þjófur. Þér eruð allir synir ljóssins og synir dagsins. Vér heyrUm ekki nóttunni til né myrkrinu. Vér skulum þess vegna ekki sofa eins og aðrir, heldur vökum og verum algáðir. Þeir sem sofa sofa á nóttunni, og þeir sem drekka sig drukkna drekka á nóttunni. En vér sem heyrum deginum til skulum vera algáðir, klæddir brynju trúar og kærleika og von hjálpræðis sem hjálmi...“ (1Þ 5.2-9). Vakið... — Mt. 25.13 (en tilvitnuninni virðist slá saman við 24.42, sbr. einnig 25.31-36). Og Lúkas skrifar... — Kristur segir lærisveinunum að þessi kynslóð muni ekki líða undir lok uns allt sé komið fram: „Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum“ (Lk. 21.34-36). Psalmus 89 — Þýðingar Davíðssálma hafa tekið miklum breytingum. Sé tilvitnunin úr 89. sálmi er helsta samsvörunin í versum 39-49, en versin í 90.9-12 eiga betur við. TMM 1997:1 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.