Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 41
Á BÁÐUM ÁTTUM
mennsku sinni. En það er ekki þetta sem ég á við. Gerum heldur ráð fyrir
gagnrýnanda sem er fullfær um að takast á við hið alþjóðlega umhverfi og
standa sig í samanburði við aðra á þeim vettvangi. Varla er hann í nokkrum
vanda? Jú, ég held að besti hugsanlegi gagnrýnandinn, og kannski einmitt sá
besti, lendi í ákveðnum vanda þótt hann láti sem hann sé ekki lengur
bundinn af stöðu sinni á jaðrinum.
Hvaða eiginleika þarf sá besti að hafa við þessar nýju kringumstæður?
Hann þarf að hafa milda yfirsýn og vera feikilega vel að sér, sjá stóra
samhengið, sem okkar litla land er ekki nema einn anginn af. Slík yfirsýn
gerir gagnrýnandanum náttúrlega auðveldara með að skilja og meta þá ólíku
strauma sem berast að ströndum. Er ekki slíkt „alsjáandi auga“ best í stakk
búið til að gagnrýna myndlist við núverandi kringumstæður?
Alþjóðleg, eða öllu heldur óstaðbundin sýn á myndlist gengur út frá þeirri
forsendu að merking listaverks sé ekki bundin þeim ytri kringumstæðum
sem hún varð til í. Ef form listaverks sem verður til á íslandi er sambærilegt
við form listaverka sem verða til annars staðar er þá ekki ástæða til að nota
sama orðfæri og túlkunaraðferð í báðum tilvikum? Listamenn ædast til að
gagnrýnendur lýsi verkum þeirra út frá sömu forsendum og verkum þeirra
sem þeir taka sér til fyrirmyndar eða finnst að þeir séu skyldastir á erlendum
vettvangi. Og þeir verða fyrir vonbrigðum þegar þetta er ekki gert og gagn-
rýnendur eru þá gjarnan ásakaðir um fávísi og misskilning, sem getur vel verið
satt, en ekki endilega í öllum tilfellum. Það er veruleg ástæða til að spyrja sig
hvort það sé til nokkur alþjóðleg, óstaðbundin sýn á listræna sköpun?
Ástæðan fyrir þessu er einföld. Listsköpun er ein tegund mannlegra
samskipta, þar sem reynt er að hafa áhrif á hugsanir, hugmyndir eða tilfinn-
ingar fólks. Slíkt ferli er ákaflega marbrotið og margir þættir koma þar inn í
sem geta haft áhrif á hvernig merking skapast og kemst til skila. Þær tilteknu
kringumstæður þar sem samskiptin fara fram geta skipt ákaflega miklu máli.
Menn þekkja þetta úr daglegu lífi: það sem er viðeigandi í einum kringum-
stæðum getur verið óviðeigandi í öðrum, það sem er kurteisi á einum stað
getur verið ókurteisi annars staðar. Sama á við í listsköpun, þótt það sé oft á
tíðum ekki eins áberandi. Sem dæmi, var konseptlist sambærileg við það sem
í Bandaríkjunum var kallað Conceptual Art eða það sem í Evrópu var kallað
Fluxus? Þetta er ekki aðeins spurning um það hvort listamenn hér á landi
lögðu sömu merkingu í konseptlist eins og kollegar þeirra lögðu í Conceptu-
al Art, þetta er líka spurning um það hvort tilkoma konseptlistar hér á landi
hafi haft sömu þýðingu, hvort hún hafi birst sem viðbrögð við sömu aðstæð-
um. Sú gagnrýna umræða sem skapast um einhverja listastefnu á einum stað
getur verið illskiljanleg þegar hún er slitin úr samhengi og þvinguð upp á
aðstæður þar sem hún á ekki við.
TMM 1997:1
31