Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 89
FORLÖG, FRELSI OG FRÁSAGNARHÁTTUR
— Og hann Jakob yðar er aðeins endalaus runa af atburðum, sumum
raunverulegum, öðrum ímynduðum, sem skrifaðir eru án þokka og
sullað er áfram einhvern veginn. — Gott og vel, því færri lesa þá hann
Jakob minn. Einu gildir hvernig þér snúið yður í þessu, þér hafið
ævinlega á röngu að standa. Ef verk mitt er gott veitir það yður
ánægju; ef það er vont gerir það engum mein. Engin bók er jafn
meinlaus og vond bók. Ég skemmti mér við að fá nöfii að láni og skrifa
um þau axarsköft sem þér fremjið; ég hlæ að yðar axarsköftum; skrif
mín fara í skapið á yður. Lesari góður, svo ég tali nú hreint út við yður,
þá held ég að ég sé ekki sá okkar sem grimmari er. Mikið væri ég
ánægður ef ég ætti eins auðvelt með að verjast yðar geðvonskuköstum
og þér eigið með að verjast þeim leiðindum eða hættum sem yður
stafar af mínu verki! (bls. 196).
Slík rof í frásögninni, þessi „sjálfsvísun“ og „sjálfsmeðvitund“ hennar er að
því tagi sem í dag er talið eitt aðaleinkennið á „módernískum" skáldsögum,
eða, svo vísað sé aftur til orða Guðbergs Bergssonar; hér er um að ræða
frásagnarhátt sem kenna má við „niðurrifsuppbyggingu11.
Það sem mestu máli skiptir hér er að slíkur frásagnarháttur er nátengdur
því þema sem ég hef gert að aðalumræðuefni hér að framan. Hann styrkir
nefnilega vandlega þá skoðun að ekkert sé fast og óhagganlegt, eða með
öðrum orðum fyrirfram ákveðið. Hann byggir upp þá tilfinningu að einhvers
konar frelsi sé manninum mögulegt; ffelsi til að skopast að, hæða og rífa
niður allt sem miðar að því að njörva einstaklinginn niður andlega sem
líkamlega.
Útúrdúr og eftirmáli
Þótt ég hafi hér að framan til gamans leitt saman þremenningana Birting,
Jakob og Forrest Gump vil ég þó enda á að snúa aftur til inngangsorða minna
og benda á að reyndar er einnig vel hægt að tengja kvikmyndina Pulp Fiction
við 18. aldar skáldsögurnar tvær. Hægt er með rökum að tengja hana Jakobi
forlagasinna og meistara hans formlega, að mínu mati. Bæði verkin eru byggð
upp með nokkurs konar „klippitækni“, þar sem frásögnin er í bútum, sífellt
rofin og fer fram á mörgum sviðum. Bæði verkin einkennast af því sem við
í dag köllum „póstmóderníska“ aðferð. Pulp Fiction tengist Birtingi í stíl;
báðar hafa þær stíl sem er sambland af óhugnaði og kímni. Þótt Birtingur sé
svo sannarlega gamansaga af guðs náð lýsir hún mjög víða óskemmtilegum
atburðum og er myndmál óhugnaðar ríkjandi í stílnum. Sjúkdóma og
hnignun, ofbeldi og geðveiki finnur maður svo að segja á hverri blaðsíðu.
Það sama er uppi á teningnum í Pulp Fiction. Þar er óhugnaðurinn oft á
TMM 1997:1
79