Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 89
FORLÖG, FRELSI OG FRÁSAGNARHÁTTUR — Og hann Jakob yðar er aðeins endalaus runa af atburðum, sumum raunverulegum, öðrum ímynduðum, sem skrifaðir eru án þokka og sullað er áfram einhvern veginn. — Gott og vel, því færri lesa þá hann Jakob minn. Einu gildir hvernig þér snúið yður í þessu, þér hafið ævinlega á röngu að standa. Ef verk mitt er gott veitir það yður ánægju; ef það er vont gerir það engum mein. Engin bók er jafn meinlaus og vond bók. Ég skemmti mér við að fá nöfii að láni og skrifa um þau axarsköft sem þér fremjið; ég hlæ að yðar axarsköftum; skrif mín fara í skapið á yður. Lesari góður, svo ég tali nú hreint út við yður, þá held ég að ég sé ekki sá okkar sem grimmari er. Mikið væri ég ánægður ef ég ætti eins auðvelt með að verjast yðar geðvonskuköstum og þér eigið með að verjast þeim leiðindum eða hættum sem yður stafar af mínu verki! (bls. 196). Slík rof í frásögninni, þessi „sjálfsvísun“ og „sjálfsmeðvitund“ hennar er að því tagi sem í dag er talið eitt aðaleinkennið á „módernískum" skáldsögum, eða, svo vísað sé aftur til orða Guðbergs Bergssonar; hér er um að ræða frásagnarhátt sem kenna má við „niðurrifsuppbyggingu11. Það sem mestu máli skiptir hér er að slíkur frásagnarháttur er nátengdur því þema sem ég hef gert að aðalumræðuefni hér að framan. Hann styrkir nefnilega vandlega þá skoðun að ekkert sé fast og óhagganlegt, eða með öðrum orðum fyrirfram ákveðið. Hann byggir upp þá tilfinningu að einhvers konar frelsi sé manninum mögulegt; ffelsi til að skopast að, hæða og rífa niður allt sem miðar að því að njörva einstaklinginn niður andlega sem líkamlega. Útúrdúr og eftirmáli Þótt ég hafi hér að framan til gamans leitt saman þremenningana Birting, Jakob og Forrest Gump vil ég þó enda á að snúa aftur til inngangsorða minna og benda á að reyndar er einnig vel hægt að tengja kvikmyndina Pulp Fiction við 18. aldar skáldsögurnar tvær. Hægt er með rökum að tengja hana Jakobi forlagasinna og meistara hans formlega, að mínu mati. Bæði verkin eru byggð upp með nokkurs konar „klippitækni“, þar sem frásögnin er í bútum, sífellt rofin og fer fram á mörgum sviðum. Bæði verkin einkennast af því sem við í dag köllum „póstmóderníska“ aðferð. Pulp Fiction tengist Birtingi í stíl; báðar hafa þær stíl sem er sambland af óhugnaði og kímni. Þótt Birtingur sé svo sannarlega gamansaga af guðs náð lýsir hún mjög víða óskemmtilegum atburðum og er myndmál óhugnaðar ríkjandi í stílnum. Sjúkdóma og hnignun, ofbeldi og geðveiki finnur maður svo að segja á hverri blaðsíðu. Það sama er uppi á teningnum í Pulp Fiction. Þar er óhugnaðurinn oft á TMM 1997:1 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.