Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 74
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Sala sekkur niður í djúpt þunglyndi eftir fæðingu fyrsta barnsins, ólétt að
Kjartani nánast strax á eftir, en hún leitar ekki neinnar hjálpar heldur fer
afsíðis til að gráta „sem annaðhvort var“ (44). Þegar hún er ólétt að þriðja
barninu heldur hún engu niðri og svo byrja blæðingar sem standa vikum
saman svo að hún verður að liggja fyrir en það er ekki kallað á lækni. „Og
þetta lagaðist af sjálfu sér.“(61) Ekki er talað um kynlíf, hvorki gott né vont,
og ekki er fjölyrt um framhjáhöld, afbrigðilegar þrár eða misnotkun. Með-
ganga, blæðingar, ótímabærar þunganir, fósturlát og fæðingar; allt er þetta
falið í þögninni. Sömuleiðis þunglyndi, taugaveiklun, geðveiki og innri
óreiða. „Það var aldrei talað um það.“ (24)
1 ævisögunni / barndómi segir Jakobína Sigurðardóttir frá minningu um
atvik sem gerist í baðstofunni í Hælavíkurbænum þegar hún er lítil. Gamall
og tannhvass niðursetningur, Jóna gamla, og faðir liennar standa í skotinu
við kamínuna og rífast heiffarlega í hálfum hljóðum. Faðirinn heldur á hnífi
sem hann hefur verið að brýna. Móðirin stendur hjá þeim og reynir að stilla
til friðar. Brot úr setningum ná eyrum barnanna sem sitja á rúmunum, frosin
af skelfingu. Allt í einu beygir gamla konan sig áfram og segir eitthvað við
föðurinn sem náfölnar og hefur hnífinn á loft. Faðirinn ætlar að drepa. Hvers
vegna? Hvað sagði gamla konan? Það fáum við aldrei að vita en í skáldsög-
unni / sama klefa segir sögukonan:
Ég vissi um margt, sem gerist á afskekktum stöðum, atburði sem
lokast inni í þögn og angist þeirra, sem lifðu þá og hverfa með þeim.
Eða lifa þá í grun og minni annarra, eins og hálfkveðin vísa eða
torráðin þula höfundalaus. (47-48)
Hálfkveðnar vísur kalla á framhald og torráðnar þulur kalla á túlkun. Það er
ef til vill ekki það sem Salóme Kjartansdóttir segir, sem fangar sögukonuna
og okkur í skáldsögunni / sama klefa heldur það sem Salóme segir ekki. Þegar
hin dauðadæmda drottning Scheherazade sagði þúsund og eina sögu á
jafnmörgum nóttum til að bjarga lífi sínu, voru það ekki sögurnar sem
björguðu henni, heldur þögnin. Hún kunni þá list að hætta að segja frá,
þagna á réttum stöðum svo að forvitni soldánsins vaknaði og krefðist fleiri
sagna. En Salóme Kjartansdóttir þagnar ekki af því að hún vilji það, þvert á
móti, hún vill segja sögu sína, verður að segja hana. Hún er að rjúfa 16 ára
þögn.
Þögnin felst ekki aðeins í því að ekkert sé sagt, þögnin getur líka falist í
orðunum. Sérhvert orð fær merkingu sína af öðrum orðum sem það útilok-
ar; hugtakið „far“ fær vísun og merkingu af því að vera öðruvísi en hugtakið
„par“, þegar við segjum annað veljum við að segja eJcki hitt. Merking sérhvers
hugtaks felur í sér fjarveru annarra hugtaka og það fær merkingu sína frá
A
64
TMM 1997:1