Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 74
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR Sala sekkur niður í djúpt þunglyndi eftir fæðingu fyrsta barnsins, ólétt að Kjartani nánast strax á eftir, en hún leitar ekki neinnar hjálpar heldur fer afsíðis til að gráta „sem annaðhvort var“ (44). Þegar hún er ólétt að þriðja barninu heldur hún engu niðri og svo byrja blæðingar sem standa vikum saman svo að hún verður að liggja fyrir en það er ekki kallað á lækni. „Og þetta lagaðist af sjálfu sér.“(61) Ekki er talað um kynlíf, hvorki gott né vont, og ekki er fjölyrt um framhjáhöld, afbrigðilegar þrár eða misnotkun. Með- ganga, blæðingar, ótímabærar þunganir, fósturlát og fæðingar; allt er þetta falið í þögninni. Sömuleiðis þunglyndi, taugaveiklun, geðveiki og innri óreiða. „Það var aldrei talað um það.“ (24) 1 ævisögunni / barndómi segir Jakobína Sigurðardóttir frá minningu um atvik sem gerist í baðstofunni í Hælavíkurbænum þegar hún er lítil. Gamall og tannhvass niðursetningur, Jóna gamla, og faðir liennar standa í skotinu við kamínuna og rífast heiffarlega í hálfum hljóðum. Faðirinn heldur á hnífi sem hann hefur verið að brýna. Móðirin stendur hjá þeim og reynir að stilla til friðar. Brot úr setningum ná eyrum barnanna sem sitja á rúmunum, frosin af skelfingu. Allt í einu beygir gamla konan sig áfram og segir eitthvað við föðurinn sem náfölnar og hefur hnífinn á loft. Faðirinn ætlar að drepa. Hvers vegna? Hvað sagði gamla konan? Það fáum við aldrei að vita en í skáldsög- unni / sama klefa segir sögukonan: Ég vissi um margt, sem gerist á afskekktum stöðum, atburði sem lokast inni í þögn og angist þeirra, sem lifðu þá og hverfa með þeim. Eða lifa þá í grun og minni annarra, eins og hálfkveðin vísa eða torráðin þula höfundalaus. (47-48) Hálfkveðnar vísur kalla á framhald og torráðnar þulur kalla á túlkun. Það er ef til vill ekki það sem Salóme Kjartansdóttir segir, sem fangar sögukonuna og okkur í skáldsögunni / sama klefa heldur það sem Salóme segir ekki. Þegar hin dauðadæmda drottning Scheherazade sagði þúsund og eina sögu á jafnmörgum nóttum til að bjarga lífi sínu, voru það ekki sögurnar sem björguðu henni, heldur þögnin. Hún kunni þá list að hætta að segja frá, þagna á réttum stöðum svo að forvitni soldánsins vaknaði og krefðist fleiri sagna. En Salóme Kjartansdóttir þagnar ekki af því að hún vilji það, þvert á móti, hún vill segja sögu sína, verður að segja hana. Hún er að rjúfa 16 ára þögn. Þögnin felst ekki aðeins í því að ekkert sé sagt, þögnin getur líka falist í orðunum. Sérhvert orð fær merkingu sína af öðrum orðum sem það útilok- ar; hugtakið „far“ fær vísun og merkingu af því að vera öðruvísi en hugtakið „par“, þegar við segjum annað veljum við að segja eJcki hitt. Merking sérhvers hugtaks felur í sér fjarveru annarra hugtaka og það fær merkingu sína frá A 64 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.