Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 42
GUNNAR ]. ÁRNASON Krafan um að meta sérhvert verk út frá eigin forsendum, að setja sig inn í hugsunarhátt og siði sérhvers lítils „samfélags“ sem listamenn lifa og hrærast í, getur haft lamandi áhrif á dómgreind gagnrýnandans, því það er alltaf hægt að lýsa sérhverju listaverki út frá einhverjum forsendum, ein- hverri sýn, sem gerir það fullgilt innan ótilgreinds ramma, sem einangrar verkið frá öllum ytri samanburði. Staðan sem kemur upp er ekki ósvipuð þeirri sem Hörður Ágústsson lýsir, að því leyti að við stöndum frammi fyrir ótal framandi tungum sem við þurfum að tileinka okkur til að meta lista- verkin og sérhver ný tunga gerir nýjar kröfur um skilning. En hér er staðan sú að það er enginn kjarni, engin miðja, sem sameinar allar hinar ólíku tungur. Framandleiki tungunnar (eða formið, stíllinn, framsetningin) verð- ur ekki aðgreint frá inntaki verksins og þannig eftirsóknarverður þáttur í upplifun á því. Þannig hefur list framandi menningarsvæða, eins og t.d. frumbyggja Ástralíu, og jaðarsvæða eins og Islands, öðlast skammvinnar vinsældir meðal þeirra þjóða sem hafa verið ráðandi öfl í þróun nútíma- myndlistar, ekki endilega til að auka skilning þeirra á list þessara svæða, heldur til að mikilfengleiki þeirra eigin menningar geti endurspeglast í því sem er framandi og fyrir utan þeirra sjóndeildarhring. Á hinum pólnum getur hin alþjóðlega sýn á íslenskt listalíf komið fram í mikilli dómhörku, þar sem hið alsjáandi gagnrýna auga, sem er á sífelldu flökti um víðar lendur, sér allt sem er íslenskt sem svo agnarsmátt og ómerkilegt, alltaf skrefinu á eftir því sem gerist annars staðar. Þetta getur komið fram í kaldhæðni þess sem horfir á úr fjarlægð og sér allt sem vanmáttuga tilburði, sem þykist hafa séð allt og lætur aldrei koma sér á óvart. Ef við drögum þetta örstutt saman þá sáum við að á meðan nútímamynd- list er að festa sig í sessi á nýnumdu jaðarsvæði þá er rík tilhneiging til að líta á hana út frá persónulegri sýn, sem þýðir að allt sem þarf til að meta listaverk að verðleikum sé til staðar, þótt tjáningarformið sé framandi. Eftir því sem samskipti við aðrar þjóðir aukast þá verður ríkari tilhneiging til að líta á jaðarsvæðið sem órofa hluta af alþjóðlegu, óstaðbundnu listalífi. í hvaða aðstöðu er þá gagnrýnandinn í dag? Hann getur ekki látið sem umheimurinn sé ekki til, en hann getur heldur ekki látið sem það skipti engu máli hvar hann er niðurkominn í listaheiminum. Hvert á hann þá að snúa sér? Það er engin einföld lausn á þessu, sýnist mér, nema kannski sú yfirborðskennda lausn að þykjast ekki tala fyrir munn neins nema sjálfs sín. En spurningin er hvort það sé yfirleitt ástæða til að leita að „lausn“ á þessu „vandamáli", hvort þetta sé nokkuð óeðlilegt við slíka stöðu? Getur ekki hugsast að þetta sé nokkuð dæmigert fyrir þá aðstöðu sem gagnrýni er í yfirleitt — að vera á báðum áttum? En ef við viljum líta á þetta sem vanda sem gagnrýnendur verða að glíma við, þá getum við a.m.k. huggað okkur við að þetta er 32 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.