Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 88
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR og rökhugsunar sem stillt er upp á móti kennisetningum og kreddum kirkjunnar og hjátrú almennings. Frásagnarháttur frelsis Menntun, upplýsing, rökhugsun — kannski mætti ætla út frá þessum hátíð- legu orðum að Jakob forlagasinni og meistari hans væri þung bók þar sem höfundur reyndi að hafa vit fyrir mönnum. En því fer þó víðs fjarri. Það er einmitt í framsetningu efnisins sem Diderot sannar hversu snjall sagnameist- ari hann er. Hann er reyndar kannski þekktastur fyrir hina miklu alfræði- orðabók sína, en ljóst má vera að maður sem vann árum saman að því að semja slíkt verk hefur verið vel að sér á hinum aðskiljanlegustu sviðum, ekki síst bókmenntum og listum. Og þessa kunnáttu nýtir hann sér til fullnustu við samninguna á sögu Jakobs forlagasinna. Sá frásagnarháttur sem hann beitir, og má rekja allt affur til skálkasagna eins og fyrr er sagt, miðar alls staðar að léttleika, skopi og glensi; eða því sem Friðrik kallar í eftirmála sínum „leikgleði“: ... vitaskuld er leikurinn allt annað en innantómur. Hann er aðferð höfundarins til að vaða viðstöðulaust úr einu í annað, skipta um tóntegund, viðra fjölda hugmynda sem oft eru svo frumlegar að þær myndu síður ganga í lesandann ef hann væri að lesa um trúverðuga persónu sem setti sömu hugmyndir fram í fúlustu alvöru. Þannig kemur höfundurinn á framfæri flóknum og djúpum hugleiðingum án þess að setja sig í predikunarstellingar. Þar sem persónan hefur öll einkenni leiksins og er laus við kvaðir trúverðugleikans getur höfund- urinn leikið sér með hana af allri þeirri alvarlegu léttúð sem honum þóknast (bls. 273). Með það í huga að Diderot og Voltaire voru (ásamt Rousseau) forkólfar upplýsingarinnar í Evrópu, ffamsýnir menn og vel að sér í velflestum mál- efnum, ber kannski ekki að undrast hversu vel verk þeirra hafa staðist tímans tönn. Hvað þetta varðar er sérstaklega athyglisvert að skoða frásagnarhátt og formbyggingu Jakobs forlagasinna og meistara hans. Eins og ffam hefur komið er sagan að formi til „merkilega „póstmódernísk““, eins og Friðrik bendir einnig á í eftirmála sínum: „Frásögnin er stöðugt full efa, þykist aldrei vera sannleikur, heldur minnir alltaf á að hún er tilbúningur einn“.16 Þetta gerist á þann hátt að höfundur rýfur stöðugt frásögnina með því að ávarpa lesandann og hefja samræður við hann um þá atburði sem verið er að lýsa. Oft telur hann lesandann ósammála sér varðandi gang mála, spyr hann álits, setur upp nokkurs konar rifrildi við hann og leggur honum orð í munn: 78 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.