Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 90
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
tíðum ólýsanlegur: ofbeldi, morð, nauðganir o.s.frv. (eins og í Birtingi). Og
Pulp Fiction er óneitanlega bráðíyndin mynd á köflum, þrátt fyrir allan
óhugnaðinn. Þannig má tengja þessi tvö verk, og með tilvísun til inngangs-
orða minna (sem höfð voru eftir Terry Eagleton) eru kvikmyndirnar tvær,
Forrest Gump og Pulp Fiction kannski bara tvær hliðar á sama fyrirbæri; eða
lýsir Forrest Gump ekki líka veröld ofbeldis og eiturlyfja, þótt frásagnarhátt-
urinn sé annar en í Pulp Fictiorii
Aftanmálsgreinar
1 Kvikmyndahandritið að Forrest Gump er unnið upp úr samnefndri skáldsögu eítir Win-
ston Groom. Umfjöllun mín miðast hins vegar alfarið við kvikmyndina, enda hef ég ekki
lesið skáldsöguna.
2 Bráðskemmtileg leiksýning Hermóðar og Háðvarrar kveikti í mér að rifja nánar upp þessa
skemmtilegu skáldsögu Voltaires. En það sem hér fer á eftir er ekki umfjöllun um þessa
tilteknu leikgerð eða leiksýningu, heldur vísa ég til skáldsögunnar sjálfrar.
3 Guðbergur Bergsson skrifar ffóðlegan eftirmála við íslenska þýðingu sína á Lazarusi frá
Tormes. Þar kallar Guðbergur sögurnar hrekkja- eða prakkarasögur en ég kýs að nota það
heiti sem notast er við í Hugtökum og heitum í bókmenntafræði, Jakob Benediktsson
(ritstj.). Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla fslands og Mál og menning 1983. Sjá
Guðbergur Bergsson, „Eftirmáli“. Lazarus frá Tormes. Reykjavík: Mál og menning 1972,
bls. 101-126.
4 Ég leyfi mér að nota orðið „bókmenntir“ hérna nokkuð frjálslega þannig að það nái yfir
kvikmyndina líka, þ.e. að því leyti sem hún er ff ásögn eða texti. Umræða mín um myndina
er því takmörkuð við texta hennar en er að engu leyti greining á myndmáli hennar, þótt
mér sé auðvitað ljóst að þetta tvennt — texti og myndmál — er samofið og illaðskiljanlegt
í list kvikra mynda.
5 Heimildir mínar um skálkasögur eru auk fýrrnefnds eftirmála Guðbergs Bergssonar:
Sieber, Harry. ThePicaresque. The Critical Idiom Series. London: Methuen 1977, og Alpert,
Michael. „Introduction." Two Spanish Picaresque Novels. NewYork: Penguin Books 1969.
6 Guðbergur Bergsson, op. cit, bls. 102. Með þessari skilgreiningu sinni er Guðbergur (sem
svo oft áður) langt á undan samtíð sinni og orðar það hugtak sem tveimur áratugum síðar
hlaut nafhið „afbygging“ á íslensku og er þýðing á bókmenntahugtakinu „deconstruction"
ættuðu úr smiðju Jacques Derrida. Margt er merkilega líkt með aðferð Diderots í Jakobi
forlagasinna og meistara hans og þeirri aðferðarffæði sem kennd er við „deconstruction“
í bókmenntafræðum nú á dögum.
7 Guðbergur Bergsson, op. cit., bls. 124.
8 Til gamans má benda á sögu Daniels Defoes, Moll Flanders, sem kom út 1792, og er sérstök
að því leyti að þar er kona í hlutverki skálksins. Um þessar mundir sýna Sambíóin nýlega
kvikmynd sem gerð er effir þeirri sögu.
9 Halldór Laxness. „Formáii“. Birtingur. Reykjavík: Helgafell 1945, bls. 7.
10 Allar tilvitnanir í Birting miðast við ofangreinda þýðingu Halldórs Laxness.
11 Tilvitnanir í Forrest Gump eru sóttar til textaþýðingar Páls Heiðars Jónssonar á kvikmynd-
inni.
12 Sjá t.d. í sögu Karenar Blixen: „Vegir lífsins“, í Jörð íAfrtku. íslensk þýðing: Gísli Ásmunds-
son. Reykjavík: Mál og ntenning 1986, bls. 223—4.
80
TMM 1997:1