Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 124
RITDÓMAR ar ráfa um götur Reykjavíkur, afkáralegt fólk og heimóttarlegir lærdómsmenn setja undir sig höfuðið og stara á gestina í forundran; skáldið Matthías segirþjóð- ina útlifað fólk. Landið verður dular- fyllra við hvert fótmál, hrafnar flögra um blaðsíðurnar og krunka úrskurð sinn, um varir sjálfstæðishetjunnar leikur hálf fáráðlingslegt glott. Við öllu þessu bregst söguhetjan með hljóðlátri íhugun dagbókarritarans, reynslu sína álítur hann hluta af mikilli ráðagerð, eins og hann talar um á einum stað. Örlögin liggja í hnipri einhvers staðar langt inn í miðju landi og bíða hans. Textinn tekur á sig draumkenndan svip, myndir renna saman; hvítur kyrtill hinnar dularfullu ástkonu tengist draum- kenndri reynslu, mannlausir hestar birt- ast og hverfa, hattar slúta yfir andlitum á hauslausum mönnum, heimskur búkur hangir fyrir sjónum hans alla ferðina: „Ég fann þokuúðann á andliti mér og hann þéttist eftir því sem við fórum lengra og lengra inn í landið þar sem allt var ótryggt, blautt, og myrkt, og glj úpt— mér fannst ég vera einn, ég vissi ekki hvort dagur ríkti eða nótt, hvort ég mókti eða svaf' (177-78). Skynjun dagbókar- ritara á landinu mótast annars vegar af hinum óhugnanlega atburði á Englandi sem líður honum eðlilega ekki úr minni en hins vegar af altækri leitinni sem ligg- ur merkingu textans til grundvallar. Landið býr yfir skilaboðum sem beinast öll að hans innri manni, tilfinningaflækj- ur endurspegla flöktandi sjálfsmynd: „Ég heyrði þytinn og vissi að sá þytur bar mér orð sem enginn hafði áður sagt mér og ég óskaði þess að einhver myndi nema þessi orð úr vindinum og færa mér þau“ (134). Óhugnaður eldri heimsmynda liggur í loftinu á sama tíma og textinn býr yfir sálfræðilegum gljúfrum, glímu sem form og mannskilningur útilokuðu að vissu leyti á nítjándu öld: „Það er eitt- hvað hérna sem grúfir yfir okkur, það er eitthvað í aðsigi", segir Cameron á einum stað (124). Samband þjóðtrúar og sjálfs- myndar er rækilega undirstrikað á sama tíma og nútímalegum mannskilningi er þröngvað inn í gamalt form til að laga það að formgerð skáldsögunnar. Heimur sögunnar verður heimur þrár og dauða, óraunverulegur, draumkenndur og óhöndlanlegur. Landið umhverfist í hugarheim það- an sem enginn á afturkvæmt, þar sem allir farast. Dauðinn vofir yfir hverju fót- máli, mörk milli lífs og heims mást út. Hinn stigmagnandi óhugnaður leiðir söguhetjuna þangað sem orðin duga ekki lengur; orð og heimur fallast ekki í faðma heldur bíða dagbókarritara upp- lausn og vondur dauði. Hann ber kennsl á sjálfan sig sem glataður maður, „hug- sjúkur, sekur og spilltur" (169); kemur ekki auga á sjálfan sig öðruvísi en sem óþekkjanlegan eða tvístraðan mann sem á í baráttu við sjálfan sig fremur en ver- öldina; jörðin sem sekkur undir honum eins og í kvæði Jónasar endurspeglar óljósar útlínur sjálfsins, hryllingurinn býr innra með honum sjálfum. Sagan lýsir ekki kristilegu falli, enda söguhetjan guðlaus maður, heldur tilvistarstökki sem ekki sér fýrir endann á í sögulok. Gamlir draugar vitja hans, innra með honum takast á andstæð öfl sem fylgja honum út í rökleysu og óhugnað. Hinn siðmenntaði maður, mótaður af refa- veiðum og teboðum, tapar fótfestu í frumstæðu landi sem tekur að hreyfast undir honum; þúfur og hólar skríða eftir honum og krypplingnum sem fylgir hon- um til Bjarnarstaða, sjálf moldin færist úr stað. Dagbókarritari ferðast þangað, í landfræðilegum og sálffæðilegum skiln- ingi, þar sem andstæður lífs og dauða, raunveruleika og ímyndunar, fortíðar og framtíðar leysast upp, slóð hans liggur handan við tíma og dauða. Hann finnur sjálfan sig á grundvelli þess sem gengur honum úr greipum, hins ósýnilega sem er „handan við lögmál, siði, sannindi og reynd“ (179). Formföst andstæðukerfi leysast upp, veruleikinn er smám saman lagaður að formgerð mannsins sjálfs, ekki 1 14 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.