Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 46
AÐALSTEINN INGÓLFSSON framboð af fólki sem hefur hæfileika til þess arna. Því verður iðulega að kveðja til ýmiss konar undirmálsfólk til að taka að sér fulltrúastörfin. Hrekklausan hagyrðing má dubba upp í þjóðskáld, miðlungsmálara af efnafjölskyldu má senda til að halda uppi heiðri ríkisins á helstu bíennölum og tríennölum heims og eini kvikmyndagerðarmaðurinn sem kann að fara með flóknari tæki en Súper-8 er fenginn til að gera leikna kvikmynd eftir Njáls sögu með aukahlutverkum fyrir 200 Fljótshlíðinga. En þar með er ekki sagt að útilokað sé að rekast á alvöru talent í dvergríki eins og okkar. Þú ættir líka að hafa hugfast að aðrir áhrifamenn í menningargeira dvergríkisins okkar öðlast áhrifavald sitt með svipuðum hætti. Segjum svo að til að öðlast tilhlýðilega virðingu og slagkraft í menningargeiranum afráði stærsta dagblað dvergríkisins okkar að koma sér upp verulega áhrifamiklum bókmenntagagnrýnanda í líkingu við Reiss-Ranizki þeirra Þjóðverja, mann- eskju sem leggi línurnar í bókmenntaútgáfunni. Þá er auðvitað nærtækast að gera úr einhverjum úthaldsgóðum gagnrýnanda blaðsins allsherjar rit- höfundaskelfi, þó svo hann hafi aldrei fjallað um annað en þjóðlegan fróð- leik. Svo kemur fyrir að eitthvert leikhúsið þarf á forystusauð að halda, ein- hverjum sem lítur vel út á ljósmynd og kann þá kúnst að róa taugatrekkta leikara. Þá er kannski bara einn sem kemur til greina, nefnilega fyrrverandi Alþingismaður, en hann stóð sig svo ljómandi vel þegar hann lék Álf í Miðsumarnæturdraumi á Herranótt fyrir fjörtíu árum. Ekki spillir fyrir að flokkur hans er nú í ríkisstjórn. Því stjórnmálin eru ætíð aflvakinn í þessu menningarlega sjónarspili. Nú eru auðvitað allir þessir þátttakendur í sjónarspilinu týpfskir fslend- ingar, bæði miklir fyrir sér og heimsmiðjusinnar frá blautu barnsbeini. Þar að auki eru þeir nákvæmlega jafn hégómlegir og glámskyggnir og afgangur- inn af mannkyni. Þess vegna fara þeir með tíð og tíma að leggja traust sitt á þetta ferli sem hefur fært þeim völd og áhrif og það sem meira er: trúa því að þeir verðskuldi þessi völd og áhrif. Þegar rithöfundaskelfirinn í dvergrík- inu okkar er búinn að hæla hagyrðingnum vini sínum nógu lengi í stóra blaðinu, er viðbúið að sá síðarnefndi ofmetnist, fari jafnvel að gera sér vonir um stór alþjóðleg bókmenntaverðlaun næst þegar röðin kemur að íslandi. Eftir margra ára meðbyr fer miðlungsmálarann sjálfsagt örugglega að dreyma um eins manns safn einhvers staðar í námunda við keilusalinn í Öskjuhlíðinni. Og þá má alveg eins reikna með að kvikmyndagerðarmaður- inn, eftir margra ára gustukaboð á kvikmyndahátíðir, fari að líta á filmur sínar sem „höfundarverk" á la Antonioni, Fellini, Kurosawa og Óskar Knud- sen. Levi-Strauss lýsir því einnig sem gerist í Sao Paolo þegar einhverjir utan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.