Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 67
SMIÐJA SKÁLDSÖGUNNAR SEM FAGURFRÆÐILEG HUGMYND rekja rætur listar sinnar til Rabelais. Tökum vel eftir þessu. Þeir rekja rætur sínar ekki til Hómers, Aristófanesar eða Dantes. Eða með öðrum orðum, þá líta þeir á Rabelais sem einn af miklu starfbræðrunum sínum, starfsbróður sem heldur áfram að hafa áhrif á þá. Þessir nútímaskáldsagnahöfundar annars vegar og Rabelais hins vegar iðka því sömu listina. Og til að ljúka rökhendunni verður strax að bæta við: þessir skáldsagna- höfundar annars vegar og Dante hins vegar iðka ekki sömu listina. Það verður að tala um fæðingu skáldsögunnar í þessu samhengi, um vöxt hennar og viðgang sem listgreinar, um það hvernig hún greindi sig frá öðrum svipuðum formum, frá goðsögulegum eða epískum meginstofni, hvernig hún öðlaðist sjálfstæði frá öðrum tegundum bókmennta. Ef við ruglum saman uppruna og fæðingu, ruglum við einnig saman mannfræði og fagurfræði; húmanískum greinum saman við sérstakar þarfir tiltekinnar listgreinar; því sem fest er á blað sisvona saman við hið áþreifan- lega; kröfum uppeldisfræðinnar saman við kröfur listamannsins. Enda þótt afar erftt sé að ákvarða fæðingu skáldsögunnar nákvæmlega með tílvísun í dagsetningar og verk, þýðir það ekki að fæðingin hafí aldrei átt sér stað. List fœðist þar sem list öðlast lífi þar sem formin verða sjálfstæð og mynda hringrás, tilbrigði og ummyndast á margvíslegan hátt umhverfis sama veru- fræðilega kjarnann. Það er í þessa veru sem við getum, að ég held, talað um hringrás — og því um fæðingu, líf og dauða — harmleiksins, málaralistar- innar, tónlistarinnar, og svo frv. Það væri fróðlegt að athuga hvað er sameig- inlegt með höfundum eins og Boccaccio og Joyce, Rabelais og Dostojevskí, Cervantes og Rushdie, Balzac og Kundera, Sterne og Céline. 5. Verufrœðilegur kjami og margbreytilegt form Sá sem lýsir því yfir að hann ætli sér að skilgreina skáldsöguna, vekur grun um að hann ætli að gera hana ófrjóa, loka hana inni í einhverri skilgreiningu sem heftir hana. Er ég ekki fylgjandi ákveðinni tegund skáldsagna? Er ég ekki að reyna að beina henni í tiltekinn farveg, taka ffá henni alla þá fjölbreytni sem henni er eiginleg? I stuttu máli, er ég í rauninni ekki að setja mig upp á móti skáldsögunni og þeim óvæntu og þverstæðukenndu leiðum sem hún getur fetað? Alls ekki! Öll þessi form, allar uppgötvanirnar, allar leiðir skáldsögunnar, allar óvæntu samsetningarnar, öll auðlegðin sem safnast hefur saman á fimm eða sex öldum verður rústir einar ef hana skortir verufræðilegan kjarna, sem greinir hana frá öðrum tjáningarformum og gerir hana að sérstakri listgrein. Fjöldi forma og fjölbreytni samsetninga er eitt. Annað er að allt eigi að vísa til sama verufræðilega kjarnans. En þetta TMM 1997:1 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.