Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 57
FRUMMYNDIN SEM HVARF skiptir það listamanninn ekki lengur mestu máli að einhver af verkum hans séu geymd í kjöllurum listasafna frekar en einhvers staðar annars staðar, heldur varðar mestu að verkin séu sýnd og um þau fjallað í sýningarskrám, tímaritum og bókum. Staðsetning verksins, sagði hann, er aukaatriði. Ef listaverk eru búin til með þetta í huga verðum við að endurmeta mikið af því sem hingað til hefur verið talið fram um listir. Hvert er til að mynda markmið listamannsins með vinnu sinni? í hefðbundinni listaumræðu hefur verið talið að markmið hans sé verkið sjálft eða að minnsta kosti sýningin, þetta augnablik þegar verkið og áhorfandinn hittast augliti til auglitis. En nú verðum við að velta því fyrir okkur hvort þetta er ekki bara leið listamannsins að einhverju öðru marki; aðferð hans til hafa áhrif á eða taka þátt í einhverri umræðu þar sem verkið sjálft þarf ekki endilega að vera til staðar. Kannski er þetta líka ástæða þess hve mikið af samtímalistinni virðist hverfult. Stór hluti listsýninga skilur ekkert áþreifanlegt eftir sig annað en skrif gagnrýnendanna og ljósmyndirnar sem prentaðar eru með þeim. Starf listamannsins virðist þá ekki miða að því að framleiða listaverk, heldur að hleypa af stað umræðu sem síðan er hægt að halda áfram án tilvísunar í listaverkið, frummyndina. Umræða er fyrsta og síðasta takmark slíkrar vinnu, meðan listsýningin er aðeins eins konar tæki. Hún er stiginn sem listamaðurinn notar til að klifra upp að takmarki sínu og þegar hann hefur náð því dregur hann stigann upp á eftir sér. Þetta viðhorf er auðvitað ekki aðeins að finna hjá listamönnum. Það er orðið útbreitt hjá sýningarstjórum og safnvörðum, en mörgum þeirra fínnst ekki einu sinni þurfa að hafa nein listaverk þegar listsýningar eru settar upp. Þegar listaverkin sjálf eru hverful er kannski ekki óeðlilegt að þeim verði á endanum sleppt alveg, eða næstum alveg. Slíkt er auðvitað aðeins öfgadæmi, en með því að losa gagnrýnina undan beinni tilvísun í listaverkin erum við engu að síður aðeins að staðfesta það sem er og hefur ávallt verið eðli orðræðunnar: Hún er að miklu leyti óháð því sem hún vísar til. Orðræðan á sér sitt eigið líf og hún getur borið merkingu án þess að sú merking sé bundin einhverju öðru. Hverful listaverk — innsetningar, performansar, hugmyndalist — draga aðeins fram það sem hvort eð er á við um jafnvel efnismestu höggmyndir: Að hvort sem okkur líkar betur eða verr þarf ekki endilega að mæla umfjöllun við það sem fjallað er um. Það væru auðvitað ýkjur að halda því fram að listaverk eigi ekki heima í umfjöllun um listir, líkt og það er út í hött — eða í mesta lagi fýndið — að setja upp listsýningu án listaverka. En það væri kannski nær sanni að segja að listaverkið hafi ekki endilega forgang í umfjölluninni. 1 stað þess að vera TMM 1997:1 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.