Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 61
SMIÐJA SKÁLDSÖGUNNAR SEM FAGURFRÆÐILEG HUGMYND
fyrir að þið hafið lesið ritgerðir hans og greinar. Hins vegar ætla ég að íjalla
um það sem snerti mig mjög, eða til að halda sig við kennslufræðin, sem
mótaði mig. Ég á þar við hvað Kundera talaði af mikilli væntumþykju um
þá list sem hann iðkar og hvað hann talaði af mikilli virðingu um starfsbræð-
ur sína.
Hvernig birtist þessi væntumþykja? Einkum í verki. í fyrsta lagi — svo ég
taki dæmi af fyrstu fyrirlestraröðinni — greindi Kundera ekki verkin út frá
fyrirfram gefnum hugtökum og hugmyndum. Hann bar verkin saman.
Smátt og smátt áttaði maður sig á því að Kafka, Musil, Broch og Gombrowicz
voru að glíma við sömu tilvistarlegu viðfangsefnin, spurðu sig svipaðra
spurninga, og Kundera sýndi fram á að þegar öllu væri á botninn hvolft væru
verk þeirra fagurff æðilega af sama meiði enda þótt þau væru ólík innbyrðis,
jafnvel gerólík. Fyrirlestrar hans gengu því út á að skerpa næmi okkar, gera
okkur kleift að koma auga á hinn sameiginlega listræna grunn þeirra, þótt
hvert þeirra væri í sínu formi, persónulegt og sérstakt. Þannig komst ég að
fyrsta meginatriði gagnrýninnar: samanburðinum. Bera bókmenntaverkin
saman innbyrðis, en bera verkin ekki saman við bókmenntalegar kennisetn-
ingar.
Kundera bauð af og til öðrum skáldsagnahöfundum að koma í tímana og
fjalla um eigin verk og skáldsöguna yfírleitt. (Takið alveg sérstaklega eftir
þessu smáatriði: gestafyrirlesararnir voru einungis skáldsagnahöfundar.
Þetta skiptir afar miklu máli því við erum orðin vön því að sérfræðingar einir
fjalli um skáldsögur, en að listamönnunum sé ýtt út í horn. Nýverið var
útbreitt bókmenntatímarit, Magazine littéraire, til dæmis með sérstaka úttekt
á Flaubert og verkum hans, en enginn greinahöfundanna tólf var skáld-
sagnahöfundur!) En víkjum affur að gestafyrirlesurunum. Kundera hvatti
okkur til að leggja fyrir þá spurningar um list þeirra. Og ef vafðist fyrir okkur
að gera það vegna þess hve mjög við vorum föst í „táknmyndum“, „undir-
texta“ og öðrum „táknfræðum“, spurði hann fyrir okkur: „Hvers vegna þessi
bygging?“ „Hvers vegna þessi ljóðræni prósi?“ Hvers vegna þetta og hitt?
Þannig lærði ég fljótlega annað meginatriði gagnrýninnar: að kutma að
spyrja réttra spurninga. Spurninga sem listamaðurinn hafði vitaskuld áhuga
á vegna þess að verk hans eru á vissan hátt svör við torræðum og óskiljan-
legum spurningum og hann vildi gjarna hafa nærri sér einhvern sem langaði
að vita hvaða spurningum verk hans væru að reyna að svara.
Við þessi tvö atriði — að spyrja og bera saman — þarf síðan að bæta þriðja
atriðinu sem er sprottið af minni eigin reynslu.
Árið 1985 fékk ég fyrir tilstuðlan ekkju Gombrowicz, Ritu, aðgang að
tveimur gríðarlegum skjalasöfnum sem innihéldu allar greinar og ritdóma
sem birst höfðu um verk Witolds Gombrowicz í Frakklandi tuttugu og fimm
TMM 1997:1
5 1