Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 61
SMIÐJA SKÁLDSÖGUNNAR SEM FAGURFRÆÐILEG HUGMYND fyrir að þið hafið lesið ritgerðir hans og greinar. Hins vegar ætla ég að íjalla um það sem snerti mig mjög, eða til að halda sig við kennslufræðin, sem mótaði mig. Ég á þar við hvað Kundera talaði af mikilli væntumþykju um þá list sem hann iðkar og hvað hann talaði af mikilli virðingu um starfsbræð- ur sína. Hvernig birtist þessi væntumþykja? Einkum í verki. í fyrsta lagi — svo ég taki dæmi af fyrstu fyrirlestraröðinni — greindi Kundera ekki verkin út frá fyrirfram gefnum hugtökum og hugmyndum. Hann bar verkin saman. Smátt og smátt áttaði maður sig á því að Kafka, Musil, Broch og Gombrowicz voru að glíma við sömu tilvistarlegu viðfangsefnin, spurðu sig svipaðra spurninga, og Kundera sýndi fram á að þegar öllu væri á botninn hvolft væru verk þeirra fagurff æðilega af sama meiði enda þótt þau væru ólík innbyrðis, jafnvel gerólík. Fyrirlestrar hans gengu því út á að skerpa næmi okkar, gera okkur kleift að koma auga á hinn sameiginlega listræna grunn þeirra, þótt hvert þeirra væri í sínu formi, persónulegt og sérstakt. Þannig komst ég að fyrsta meginatriði gagnrýninnar: samanburðinum. Bera bókmenntaverkin saman innbyrðis, en bera verkin ekki saman við bókmenntalegar kennisetn- ingar. Kundera bauð af og til öðrum skáldsagnahöfundum að koma í tímana og fjalla um eigin verk og skáldsöguna yfírleitt. (Takið alveg sérstaklega eftir þessu smáatriði: gestafyrirlesararnir voru einungis skáldsagnahöfundar. Þetta skiptir afar miklu máli því við erum orðin vön því að sérfræðingar einir fjalli um skáldsögur, en að listamönnunum sé ýtt út í horn. Nýverið var útbreitt bókmenntatímarit, Magazine littéraire, til dæmis með sérstaka úttekt á Flaubert og verkum hans, en enginn greinahöfundanna tólf var skáld- sagnahöfundur!) En víkjum affur að gestafyrirlesurunum. Kundera hvatti okkur til að leggja fyrir þá spurningar um list þeirra. Og ef vafðist fyrir okkur að gera það vegna þess hve mjög við vorum föst í „táknmyndum“, „undir- texta“ og öðrum „táknfræðum“, spurði hann fyrir okkur: „Hvers vegna þessi bygging?“ „Hvers vegna þessi ljóðræni prósi?“ Hvers vegna þetta og hitt? Þannig lærði ég fljótlega annað meginatriði gagnrýninnar: að kutma að spyrja réttra spurninga. Spurninga sem listamaðurinn hafði vitaskuld áhuga á vegna þess að verk hans eru á vissan hátt svör við torræðum og óskiljan- legum spurningum og hann vildi gjarna hafa nærri sér einhvern sem langaði að vita hvaða spurningum verk hans væru að reyna að svara. Við þessi tvö atriði — að spyrja og bera saman — þarf síðan að bæta þriðja atriðinu sem er sprottið af minni eigin reynslu. Árið 1985 fékk ég fyrir tilstuðlan ekkju Gombrowicz, Ritu, aðgang að tveimur gríðarlegum skjalasöfnum sem innihéldu allar greinar og ritdóma sem birst höfðu um verk Witolds Gombrowicz í Frakklandi tuttugu og fimm TMM 1997:1 5 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.