Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 33
Gunnar J. Árnason
Á báðum áttum
Um aðstöðu gagnrýnenda á jaðarsvæðum
Ekki verður framhjá því litið að íslendingar búa á frekar afskekktum
stað, úti við jaðar Evrópu. Sú spurning sem við erum að velta fyrir
okkur hér er hvernig aðstaða gagnrýnandans, á jaðarsvæði eins og
íslandi, hefur mótað starf hans sem gagnrýnanda. Nú þarf ekki að fjölyrða
um það að ýmis vandamál steðja að gagnrýni hér á landi. Ekki er ætlunin að
draga upp kvörtunarlista heldur freista þess að varpa ljósi á þau sérstöku
vandamál sem gagnrýnandi á jaðrinum þarf að glíma við og draga hugsan-
lega almennan lærdóm af því.
Ef íslenskir gagnrýnendur eru á jaðri listheimsins þá eru þeir það í fleiri
en einum skilningi. Sambandið milli miðju og jaðars á ekki einungis við í
landfræðilegum skilningi, þar sem einhver staður er gefinn sem viðmiðun-
arpunktur sem allir aðrir staðir eru miðaðir út frá. Miðja og jaðar koma víðar
fyrir sem myndlíkingar í orðræðu myndlistargagnrýninnar. Myndlist getur
verið „í miðjunni" eða „jaðarfyrirbæri“ á fjóra mismunandi vegu, að
minnsta kosti. Fyrst ber að nefna landfræðilega skilninginn, sem kemst næst
því að vera hinn bókstaflegi skilningur á hugmyndinni um miðju og jaðar,
eins og hún er notuð um myndlist. Nánar tiltekið eru ákveðnar stórborgir
sem almennt samkomulag skapast um að séu miðjur eða miðstöðvar heims-
listarinnar, þar sem mest er um að vera og þangað sem menn leita til að
fylgjast með því sem er að gerast hverju sinni. Þá er einkum átt við borgir
eins og New York, London, París og Köln.
En miðja og jaðar er einnig notað í afleiddri merkingu þegar verið er að
tala um fjarskyldari fyrirbæri. Ég varpa hér fram nokkrum stikkorðum til að
lesendur átti sig á í fljótu bragði hvað ég er að tala um.
• Landfræðileg staðsetning, staðbundið — hnattrænt
• Orsakir, áhrif, vald
• Sannleikur, kjarni, eðli
• Sjálf, persóna, höfundur
TMM 1997:1
23