Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 85
FORLÖG, FRELSl OG FRÁSAGNARHÁTTUR samsvaranir í Eldorado Birtings, þar sem gullið liggur fyrir fótum manna, ogþví „ávaxtafyrirtæki“ (Apple Computer Inc.) sem Forrest Gump fjárfestir í og efnast stórlega á. Og síðast en ekki síst elska þeir báðir stúlkuna sem þeir kynntust heima í móðurranni og leita æ síðan vítt og breitt um lönd og fylki. Jenný, stúlkan hans Forrest Gumps, lendir í ýmsu misjöfnu á sinni lífsgöngu ekki síður en Kúnígúnd, stúlkan hans Birtings. Einnig kallast lok frásagn- anna tveggja á. Eftir að hafa flakkað um heiminn og kynnst ýmsu misjöfnu er niðurstaða þeirra að hamingjuna sé helst að finna í því að rækta sinn eigin garð. Birtingur finnur lítið kot þar sem hann hefur búskap með sinni Kúnígúnd og vinum sínum. Forrest Gump snýr heim í hús móður sinnar, berst lítið á og býr með syni sínum og Jennýar, en bæði hún og móðir hans eru þá látnar. Jakob forlagasinni er persóna af öðrum toga en þeir Forrest Gump og Birtingur. Hann er meira í ætt við skálkana spænsku en þeir félagar. Og samband hans við meistarann er fióknara en sambærileg sambönd í hinum verkunum tveimur. Birtingur og Forrest Gump trúa (að minnsta kosti í byrjun) gagnrýnislaust á meistara sína og hafa orðrétt upp úr þeim viskuna í tíma og ótíma, enda er þeim einfeldnin í blóð borin. Jakob á hins vegar frá byrjun í sífelldum hártogunum við meistara sinn um menn og málefni. Hann er sá sem talar stöðugt, segir frá og setur fram skoðanir sem hafa ekki síður vægi í sögunni en skoðanir meistarans. Að því leyti er hann ef til vill allt eins skyldur Altungu meistara Birtings, eins og Birtingi. Það er því fremur í frásagnarefninu en persónulýsingu þar sem Jakob forlagasinni og meistari hans mætir Birtingi og Forrest Gump, eða nánar tiltekið í hugleiðingum um forlög og frelsi. Forlagahyggja Hugleiðingar urn forlög manna ramma inn frásögn Forrests Gumps. I byrjun myndarinnar býður hann konu sem situr með honum á bekk á strætisvagna- biðstöð konfektmola. Og hann vitnar í móður sína: „Mamma var vön að segja að lífið væri eins og konfektkassi. Þú veist aldrei hvernig mola þú færð næst."11 Þessi orð eru upphafið að örlagasögu hans; sögunni af því hvernig lífið rétti honum á víxl sæta og beiska mola. Þegar Forrest Gump situr við dánarbeð móður sinnar segir hún honum að það hafi verið örlög sín að ala hann upp en nú sé tími hennar á þrotum. „Ég er sannfærð um að þú ræður örlögum þínum sjálfur“, segir hún og þegar hann spyr: „Hver eru örlög mín, mamma?“, svarar hún: „Því verður þú að komast að sjálfur. Lífið er eins og konfektkassi...“. Á móti þessari forlagatrú móðurinnar er stillt upp annars konar trú á forlögin, þeirri trú að örlögin séu fyrirfram ákveðin. Fulltrúi þess TMM 1997:1 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.