Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 100
VILHJÁLMUR ÁRNASON ingar annarra.18 Sem endranær einblínir Marx aftur á móti á framleiðslu- tækin og séreignaréttinn á þeim. Önnur borgaraleg réttindi eru í raun viðbrögð við þeirri firringu sem af séreignaréttinum er sprottin. Þau eru bráðabirgðaviðgerð á þjóðfélagsgerð sem einkennist af stéttaátökum og andstæðum hagsmunum þegnanna. Menn kreþast ekki réttar síns nema andspænis öðrum aðila sem á andstæðra hagsmuna að gæta. Kommúnism- inn mun leysa þessar mótsagnir og gera þar með borgaraleg réttindi óþörf. Þar þurfa menn ekki að verja hagsmuni sína gagnvart ríkinu sem fjandsam- legu afli, því að slíkt ríki verður ekki lengur til. Það er önnur ástæða fyrir því Marx amast við réttindum. Réttindakröfur varða hagsmuni einstaklinga og þegar hamrað er á þeim elur það á sérdrægni og sundrung í samfélaginu á kostnað hagsmuna heildarinnar. Þessi gagnrýni á réttindi er ekki sérmarxísk enda heyrist hún víða nú á dögum, m.a. frá samfélagssinnum, femínistum og öðrum sem óttast sundurlyndi hins frjáls- lynda fjölhyggjusamfélags.19 Þessi gagnrýni er hins vegar til marks um það hvers eðlis hugsýn Marx um kommúnismann er. Félagsleg tengsl fólks eiga að verða með þeim hætti sem nærtækara er að kenna við bræðralag en einstaklingsrétt. Forsenda þessa er sameignarskipan framleiðslunnnar og sameiginleg stjórn þegnanna á samfélaginu. í slíku samfélagi þarf ekki, að mati Marx, að leggja áherzlu á griðarétt einstaklinga gagnvart ríkinu og öðrum þegnum; í stað slíks réttar verður möguleikinn til að skapa félagslegar aðstæður sínar mikilvægastur. Þegnskapur í kommúnísku samfélagi á að fela það í sér að þegnarnir taki virkan þátt í stjórn sameiginlegra mála. Rétturinn til þess að fá að vera í friði fyrir afskiptum stjórnvalda og til að neyta ótakmarkaðs „kjörbúðafrelsis" og reglubundins „kjörklefafrelsis“ er draum- ur hins firrta neyzluþjóðfélagsþegns. Það liggur beint við að gagnrýna Marx fyrir að rugla saman tilurð (Gene- sis) og gildi (Geltung) mannréttinda þegar hann gagnrýnir þau með þessum hætti. Þótt mannréttindi séu óneitanlega sprottin úr borgaralegri frjáls- hyggju og komi til sögunnar með kapítalísku samfélagi, þá fela þau í sér gildi og gagnrýniskraff sem má beita á borgaralegt samfélag. Réttindi hafa ekki bara „viðgerðargildi" í meingölluðu samfélagi; þau gera hverjum einstak- lingi kleift að verja sína mannhelgi og að lifa með reisn.20 Einnig mætti taka mið af hugsjónunum um frelsi, réttlæti og lýðræði, sem borgaralegt samfélag réttlætir sig með, og leitast við að gera þær að veruleika. Þetta er röng leið að mati Marx. Ekki vegna þess að hann vilji ekki frelsi, réttlæti og lýðræði, heldur vegna þess að hann hafnar því að slík hugtök hafi eitthvert hreint, óbreytanlegt innihald sem hægt sé að gera að veruleika óháð því samfélagi sem þau eru sprottin úr. Borgaralegt frelsi er einfaldlega takmarkað af innviðum og undirstöðum borgaralegs samfélags og það er tómt mál að ætla 90 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.