Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 84
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR Popes, svo og að trúar- og heimspekikreddum átjándu aldarinnar, til að mynda ýmsum kenningum kaþólsku kirkjunnar og kenningum Rousseaus um samband manns og náttúru — svo fátt eitt sé nefnt. Forrest Gump berst í Víetnamstríðinu, hittir sögufrægar persónur eins og Elvis Presley, John Lennon og J. F. Kennedy og Nixon. Hann er viðstaddur þegar svörtum nemendum var fyrst veittur aðgangur að háskólanum í Montgomery í Alabama. Sagt er frá morðtilræðum við Gerald Ford, George Wallace og Ronald Reagan, svo og morðunum á Kennedybræðrunum og John Lennon. Gert er grín að ýmsu úr bandarískri samfélagssögu tuttugustu aldarinnar, svo sem hippahreyfingunni, fýlgisspekt við tilbúna „Messíasa“ (hlaupahreyfingin), Ku-Klux-Kan samtökunum sem og hinni róttæku frels- ishreyfingu blökkumanna Svörtu hlébörðunum. í báðum frásögnunum eru atburðir, menn og málefni skoðuð í gegnum augu „einfeldninganna". Það myndast því togstreita milii frásagnarháttarins og þeirra málefna sem um er fjallað og af því skapast íronía, húmor og ádeila verkanna. Ýmis líkindi eru einnig með persónulýsingu Birtings og Forrests Gumps. Báðir eru þeir synir ógiftra mæðra. Birtingur (Candide á frönsku) dregur nafn sitt af því hversu bjartur hann er, í merkingunni sakiaus eða einfaldur: I Vestfalíu, í kastalanum greifans til Tundertentronk, var úngur piltur sem náttúran hafði gætt mjúklátu hátterni. Það leyndi sér ekki á útliti hans hvern mann hann hafði að geyma. Hann var fyrirtaks greinar- góður ogþó mikið einfaldur í hjartalagi; ég ímynda mér það hafi verið þessvegna sem hann var kallaður Birtíngur (bls. 9).10 Forrest Gump er einnig „gæddur mjúklátu hátterni“. Reyndar er hann treggáfaður — hefur gáfnavísitöluna 75 — og á þar af leiðandi ekki að fá skólavist í almennum skóla. (Móðir hans finnur þó ráð til þess að svo verði.) Báðir hafa þeir Birtingur og Forrest Gump að leiðarljósi þá lífsspeki að allt fari á hinn besta veg fýrir þeim í lífinu. Þá speki hefur Birtingur eins og kunnugt er frá meistara sínum Altungu, sem alhæfir að „alt sé í allrabesta lagi“ (bls. 11). Forrest Gump, á hinn bóginn, hefur orð móður sinnar um að hann sé jafn góður og hver annar að leiðarljósi og heldur út í heim jafn bjartsýnn og Birtingur röskum tveimur öldum áður. Móðirin er sá meistari sem Forrest Gump vísar stöðugt til: „Móðir mín var vön að segja . . .“ hljómar eins og stef í gegnum alla hans frásögn. Segja má að þeir Birtingur og Forrest Gump haldi báðir út í heim í leit að örlögum sínum og kynnist góðu og illu á vegferð sinni. Báðir lenda þeir í hernum og taka þátt í stríði sem þeir skilja ekki. Báðir upplifa þeir náttúru- hamfarir — Birtingur jarðskjálfta, Forrest Gump fellibyl. Jafnvel má sjá 74 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.