Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 113
LÍKRÆÐA YFIR HVERJUM SEM VILL gestaboð og með sinni drambsemi vanheiðraði Guð. Var hann þá sömu nótt í burt tekinn (Danielis bókar 5. kapítuli). Svo gekk það og þeim óguðlega Haaman, af hverjum vér lesum í bókinni Hester, 7. kapítula, sem sjálfur var hengdur í gálga er hann lét byggja sínum óvin, sem hét Mardocheus. Svo gekk það og þeim ríka sem Lúkas skrifar um í 12. kapítula, hver eð sagði: Eg vil eta og drekka og gjöra mig glaðan. En Guð sagði til hans: Ó þú inn heimski mann, á þessari nótt skal þín sál frá þér takast. Svo líka segir og Christus í þeirri dæmisögu í Matthæi 24. kapítula um þann vonda þénara hver í síns herra fráveru tók að slá sína samlagsþjóna. En Christus sagði að hans herra mun koma á þeim degi sem hann vonar eigi, og í sundur partar hann og setur hans hlutskipti með hræsnurum þar er vera mun óp og tannagnístran. Og hinn heilagi Páll segir í Tessalonicæ bréfs 5. kapítula: Þér vitið að sá hinn mikli dagur Drottins mun koma sem þjófur um nótt... Þar fyrir af því nú vort líf er óvíst og er sem hangandi í veikum þræði áminnir oss Christus í Matthæi 25. kapítula: Vakið, því að þér vitið ekki dag eður stund á hverri að mannsins son mun koma. Og Lúkas skrifar í 21. kapítula: En varið yður að yðvart hjarta þyngist eigi af ofáti og ofdrykkju og með sorgum þessarar næringar, að eigi komi þessi dagur hastarlega yfir yður ... Psalmus 89: Það gjörir þín reiði að vér svo forgöngum, og þín grimmd að vér förum svo hastarlega burt. Og Jakob, 4. kapítuli: Sjáið nú til, þér sem segið: í dag ellegar á morgun munum vér ganga í þessa eða þá borg, og viljum þar árið um dveljast og kaupsskap fremja og áminning gjöra — þér sem þó eigi vitið hvað á morgun ske mun ... En ef nokkur kann hér að segja: Eg em ríkur, mektugur og ungur, mér er enn nógur tími að hugsa um dauðann — þar til svarar hinn heilagi Augustinus og segir: Ef þú hrósar þér af þínu ríkidæmi, af þínum heiðri, af þínu ætterni og vænleika, skoða sjálfan þig, því þú ert dauðlegur og skalt fara í jörðina ... Tak þér til eftirdæmis þá sem fyrir þér hafa verið jafnríkir, jafnmektugir og ungir ... Hvar er nú keisari? Hvar er nú kóngur? Hvar er nú höfðingi mekt- ugur? Hvar er prýðileg klæði? Hvar er skraut og skart? Hvar er ofneysla metnaðar? Hvar er sveinafjöldi? Hvar er leikur? Hvar er gleði? Hvar er og sjálfræði? TMM 1997:1 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.