Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 95
HIÐ SANNA RÍKI FRELSISINS sögulega hlutverk að hrinda siðferðilegum hugsjónum í framkvæmd. Hegel hafði raunar kennt að það kæmi í hlut opinberra starfsmanna að vinna að framgangi siðferðis með því að sinna störfum sínum á vegum ríkisins með almannaheill að leiðarljósi. Marx hafði litla trú á þessari hugmynd Hegels, enda hróflaði hún í engu við þeim sérhagsmunum og mótsögnum sem skapast í borgaralegu samfélagi; hún drægi einungis fjöður yfir vandann og viðhéldi honum. Hann var hins vegar sammála Hegel um að finna þyrfti þá stétt sem hefði það sögulega hlutverk að vinna almennum hagsmunum brautargengi. Að mati Marx gat einungis öreigastéttin haff slíkt hlutverk. Öreigastéttin væri fjölmenn, skipulögð og baráttuglöð stétt, enda brynni vandi auðvaldsþjóðfélagsins á henni. Hún er líka fyrsta stéttin í sögunni sem stuðlar óhjákvæmilega að grundvallarhagsmunum allra manna með því að vinna að sérhagsmunum sínum. Öreigabaráttan skapar forsendur þess að menn geti blómstrað og mótað menningu sína á skynsaman, sjálfráða hátt. II Eitt lykilatriðið í hugsun Marx er að það siðferði sem við búum við sé fjarri því að standast siðfræðilegar kröfur um mannsæmandi líf. Meginástæðu þessa nefnir Marx firringu.3 Marx var ekki fyrstur til að nota þetta hugtak. Ludwig Feuerbach hafði til dæmis notað það í trúargagnrýni sinni, en inntakið í henni var að menn tækju sína beztu eiginleika og upphefðu þá í Guði sem þeir síðan tilbæðu sem sjálfstæða veru.4 Fyrir vikið sviptu þeir sjálfa sig þeim möguleika að raungera það bezta úr sjálfum sér í samfélaginu. Eina leiðin til þess að vinna bug á þessari firringu var að menn gerðu sér grein fyrir því að „Guð“ væri ekki annað en nafn á upphöfnu (tegundar)eðli [Gattungswesen] þeirra sjálfra. í kjölfar þeirrar uppgötvunar myndu þeir sigrast á hinni „fölsku sjálfsvitund“ og öðlast nýja trú á sjálfa sig. Marx og Engels gagnrýna miskunnarlaust hugsunarhátt af þessu tagi í Þýsku hugmyndafræðinni: „Hegelsinnar af nýja skólanum álíta vitundina vera sjálfstæða. Þeir telja hugmyndir, hugsanir, hugtök og aðrar afurðir vitundarinnar vera helstu fjötra mannsins [. . .] Af þessum sökum gera nýhegelistarnir þá siðferðiskröfu til mannanna að þeir ryðji tálmunum úr vegi sínum með því að losa sig við núverandi vitund og [...] túlka samtím- ann á nýjan hátt.. .“5 Hughyggja af þessu tagi er megineinkenni á siðfræði- legri hugsun að mati Marx. Horft er framhjá því að „vitundin er [. . .] frá upphafi afurð samfélagsins, og verður það á meðan mennirnir eru til“ (ÞH, 28). Fyrir Marx er firringin ekki fyrst og fremst vitundarástand sem hægt er að breyta með því að hafa „hugrekki til að nota hyggjuvit sitt“, svo vitnað sé til orða Kants.6 Firringin er staðreynd vegna raunverulegra lífsskilyrða TMM 1997:1 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.