Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 81
Soffía Auður Birgisdóttir
Forlög, frelsi og
frásagnarháttur
í tilefni af útgáfu Jakobs forlagasinna og meistara hans eftir Diderot og
leikgerðar og endurútgáfu á Birtingi eftir Voltaire — og tveimur bandarísk-
uin kvikmyndum.
Breski bókmenntafræðingurinn Terry Eagleton sem heimsótti okkur
íslendinga í nóvember síðastliðnum hafði það á orði í einum fyrir-
lestra sinna að bandarísku þjóðarsálinni mætti skipa í tvö horn og
tákngerðist hvort fyrir sig í vinsælustu kvikmyndum síðustu ára þar í landi:
Forrest Gump (1994) og Pulp Fiction (1994). Þeir sem hafa séð báðar þessar
kvikmyndir vita að þeir tveir heimar sem þær lýsa eru við fyrstu sýn eins
ólíkir og svart og hvítt þótt hvor um sig styðjist við þætti úr bandarískum
veruleika eins og hann blasir við nú á dögum. Forrest Gump hefur „banda-
ríska drauminn“ að leiðarljósi: Hver sem er getur orðið hvað sem er fyrir
eigin dugnað og atorku, a.m.k. ef forsjónin er honum hliðholl. Myndin
upphefur mannleg gildi, svo sem heiðarleika, vináttu og ást og kannski er
hægt að segja að hún hafi þann gamla boðskap fram að færa að hverjum og
einum sé hollast að rækta garðinn sinn. Pulp Fiction lýsir á hinn bóginn
veröld ánetjaða eiturlyfjum og ofbeldi, þar sem mannslífið er einskis virði
og öll gildi fara fýrir lítið. Engu að síður eiga þessar tvær myndir snertifleti
sem tengja þær saman og eiga kannski þegar öllu er á botninn hvolft ýmislegt
sameiginlegt, en að því verður komið síðar.
Það sem ég hef hins vegar fyrst og fremst áhuga á hér er að ræða þá
snertifleti sem finna má með annarri þessara kvikmynda, þ.e. Forrest Gwnp,1
og tveimur átjándu aldar skáldsögum sem báðar hafa verið nokkuð í sviðs-
ljósinu í íslensku menningarlífi í vetur. Annars vegar skáldsögu Diderots,
Jakob forlagasitma og meistara hans, sem kom út hjá Máli og menningu í
íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar nú í haust, og hins vegar skáldsögu
Voltaires, Birtingi, sem félagar úr leikfélaginu Hermóður og Háðvör skrifuðu
leikgerð upp úr og settu á svið í Hafnarfirði við góðan orðstír síðastliðið
TMM 1997:1
71