Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 41
Á BÁÐUM ÁTTUM mennsku sinni. En það er ekki þetta sem ég á við. Gerum heldur ráð fyrir gagnrýnanda sem er fullfær um að takast á við hið alþjóðlega umhverfi og standa sig í samanburði við aðra á þeim vettvangi. Varla er hann í nokkrum vanda? Jú, ég held að besti hugsanlegi gagnrýnandinn, og kannski einmitt sá besti, lendi í ákveðnum vanda þótt hann láti sem hann sé ekki lengur bundinn af stöðu sinni á jaðrinum. Hvaða eiginleika þarf sá besti að hafa við þessar nýju kringumstæður? Hann þarf að hafa milda yfirsýn og vera feikilega vel að sér, sjá stóra samhengið, sem okkar litla land er ekki nema einn anginn af. Slík yfirsýn gerir gagnrýnandanum náttúrlega auðveldara með að skilja og meta þá ólíku strauma sem berast að ströndum. Er ekki slíkt „alsjáandi auga“ best í stakk búið til að gagnrýna myndlist við núverandi kringumstæður? Alþjóðleg, eða öllu heldur óstaðbundin sýn á myndlist gengur út frá þeirri forsendu að merking listaverks sé ekki bundin þeim ytri kringumstæðum sem hún varð til í. Ef form listaverks sem verður til á íslandi er sambærilegt við form listaverka sem verða til annars staðar er þá ekki ástæða til að nota sama orðfæri og túlkunaraðferð í báðum tilvikum? Listamenn ædast til að gagnrýnendur lýsi verkum þeirra út frá sömu forsendum og verkum þeirra sem þeir taka sér til fyrirmyndar eða finnst að þeir séu skyldastir á erlendum vettvangi. Og þeir verða fyrir vonbrigðum þegar þetta er ekki gert og gagn- rýnendur eru þá gjarnan ásakaðir um fávísi og misskilning, sem getur vel verið satt, en ekki endilega í öllum tilfellum. Það er veruleg ástæða til að spyrja sig hvort það sé til nokkur alþjóðleg, óstaðbundin sýn á listræna sköpun? Ástæðan fyrir þessu er einföld. Listsköpun er ein tegund mannlegra samskipta, þar sem reynt er að hafa áhrif á hugsanir, hugmyndir eða tilfinn- ingar fólks. Slíkt ferli er ákaflega marbrotið og margir þættir koma þar inn í sem geta haft áhrif á hvernig merking skapast og kemst til skila. Þær tilteknu kringumstæður þar sem samskiptin fara fram geta skipt ákaflega miklu máli. Menn þekkja þetta úr daglegu lífi: það sem er viðeigandi í einum kringum- stæðum getur verið óviðeigandi í öðrum, það sem er kurteisi á einum stað getur verið ókurteisi annars staðar. Sama á við í listsköpun, þótt það sé oft á tíðum ekki eins áberandi. Sem dæmi, var konseptlist sambærileg við það sem í Bandaríkjunum var kallað Conceptual Art eða það sem í Evrópu var kallað Fluxus? Þetta er ekki aðeins spurning um það hvort listamenn hér á landi lögðu sömu merkingu í konseptlist eins og kollegar þeirra lögðu í Conceptu- al Art, þetta er líka spurning um það hvort tilkoma konseptlistar hér á landi hafi haft sömu þýðingu, hvort hún hafi birst sem viðbrögð við sömu aðstæð- um. Sú gagnrýna umræða sem skapast um einhverja listastefnu á einum stað getur verið illskiljanleg þegar hún er slitin úr samhengi og þvinguð upp á aðstæður þar sem hún á ekki við. TMM 1997:1 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.