Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 49
EITT LETTERS BRÉF TIL ÚTKJÁLKAKRÍTÍKERS staðar inni með lærðar greinar, nema kannski í rykföllnum árbókum eins og Facta Islandica, sem fáir lesa. Þar fást menn hugsanlega til að birta effir þig ritgerðir um „Grunneðli táknvísa í fræðum Lacans“ eða eitthvað annað ámóta óaðgengilegt. Geturðu hugsað þér að lenda í svona hremmingum? Eru þá ekki sjálfs- virðingin og heilindin dáldið dýru verði keypt? Sjálfur hef ég séð ágæt fræðimannsefni á barmi taugaáfalls eftir fyrstu kennslustund sína í listasögu við íslenskan menntaskóla. (Ég hef líka horft upp á það hvernig of stórir skammtar af Lacan leika mannvitsbrekkur, en það er önnur saga). Ég legg til að þú reynir að þreyja þorrann og góuna. Ég held þú hafír alla burði til þess. Byrjaðu á því að fá þér stórt spjald, ritaðu á það stórum stöfum: ÞVÍ MINNA MENNINGARSVÆÐI, ÞVl FLEIRI MÁLAMIÐLANIR, límdu það á vegg- inn við hliðina á pésanum þínum og helltu þér út í slaginn. Það er nefnilega eitt sem gerir þetta annars óbærilega menningarástand í dvergríkinu okkar sérstaklega áhugavert fyrir verðandi gagnrýnanda. Þótt þvergirt sé fýrir allt sem heitir opinská og heiðarleg gagnrýni, þótt allir séu haldnir ofurvið- kvæmni og setji sig ekki úr færi að baknaga kollegana og plotta, þá er staðreyndin sú að allur menningargeirinn — hinir útvöldu, Iistamenn og aðskiljanlegt áhugafólk — hefur í rauninni brennandi áhuga á hugtakinu „gæði“. Þeim er í mun að fá að vita hvort tilteknar menningarafurðir, listaverk, leikverk eða tónlistarflutningur, séu góðar eða lofi góðu. Það er út af fyrir sig jákvætt. Ég held að þetta tengist þvermóðskufullri einstaklings- hyggjunni sem ég drap á hér að framan. f dvergríkinu okkar líta nefnilega allir á sig sem listamenn eða að minnsta kosti listamannsefni. Ég vona að vinur minn Sigurður Guðmundsson mynd- listarmaður misvirði ekki við mig þótt ég segi þér yndislega sögu af honum. Eins og þú kannski veist er Sigurður giftur henni Ineke, hollenskri konu, og árum saman þreyttist hann ekki á því að segja henni hve miklir listamenn landar hans væru. Hún var auðvitað orðin þreytt á þessum lofsöng og þegar þau komu hingað saman í fyrsta sinn ákvað hún að kanna hvort þetta hefði við rök að styðjast. Þau hjónin tóku sér leigubíl frá flugvellinum og á leiðinni spurði Ineke leigubílstjórann hvort hann hefði heyrt getið um hollenskan myndlistarmann sem hét Rembrandt. Nei, sagði bílstjórinn eftir nokkra umhugsun, ekki kannast ég við manninn. En hvað með Mondriaan, spurði Ineke, hefurðu heyrt hann nefndan? Svar bílstjórans var á sömu lund. Þóttist Ineke þarna hafa dregið burst úr nefi ektamaka síns og leit hann vorkunn- araugum. Þá sagði bílstjórinn skyndilega: Ég heiti Jón Jónsson, ég er líka myndlistarmaður; kannski hafið þið heyrt mín getið? Við þetta gladdist Sigurður auðvitað ósegjanlega. Það sem ég vildi sagt hafa er að í dvergríkinu okkar er ekki nóg fyrir menn TMM 1997:1 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.