Gripla - 20.12.2007, Page 96
GRIPLA
15 Þýðingin birtist í Antikvarisk tidskrift 1852-1854, bls. 90-108, og er nánar tiltekið kafli í grein
Gísla: ‘Oldengelsk og oldnordisk’ (Gísli Brynjúlfsson 1854). George Stephens var meinilla
við flest það sem þýskt var og því var eitur í beinum hans að Englendingar hinir fornu væru
kallaðir Engil-Saxar. Þó að Gísli væri hrifinn af greininni, taldi hann GS á mörgum stöðum
ganga þar allt of langt.
fyrst stund á lögfræði, en hætti við, enda beindist hugur hans meira að mál-
fræði og bókmenntum. Hann var styrkþegi Árnasafns 1848-1874 og síðan
kennari (dósent) í sögu Íslands og bókmenntum við Hafnarháskóla til dauða-
dags, 29. maí 1888. Hann var þingmaður Skagfirðinga 1859-1863, og varð
nokkuð umdeildur fyrir stjórnmálaafskipti sín þá og síðar. Gísli giftist árið
1855 Marie Gerdtzen, danskri að ætt, og lifði hún mann sinn. Þau voru barn-
laus.
Þó að Gísli hafi fengið misjafnt orð hjá sumum löndum sínum (sjá t.d.
Benedikt Gröndal 1965:105), ber öðrum saman um að hann væri frábær at-
gervismaður. „Gáfur hans voru mjög fjölhæfar og fjörugar, lundin ör og mjúk,
til góðs lagin og frelsisgjörn, fróðleikurinn afar víðtækur og sumstaðar djúpt
grundvallaður, minnið trútt lengi vel, og á flestum hlutum var skilningur hans
ljós, og ímyndunaraflið var mikið. En ekki voru Gísla lagin ritstörf til þrautar
að því hófi sem hæfileikar voru til. Hann bjó yfir mörgu og vildi gera
margt . . . og byrjaði jafnvel á mörgu, sem annaðhvort varð lítið úr eða þá
aldrei var lokið við, svo að lærdómi hans sér minni stað en mátt hefði.“ (Jón
Þorkelsson 1896:73-75)
Gísli var nafntogað ljóðskáld, og kom ljóðasafn hans út að honum látnum
árið 1891. Fleira er varðveitt af kvæðum hans en þar er prentað, og eru kvæða-
handrit hans í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn (NKS 3320 I 4to). Sveinn
Yngvi Egilsson hefur nýlega gefið út úrval úr verkum Gísla og ritað um hann
þar (Gísli Brynjúlfsson 2003).
George Stephens hefur kynnst Gísla Brynjúlfssyni fljótlega eftir að hann
kom til Kaupmannahafnar 1851. Hafa sameiginleg áhugamál leitt þá saman,
m.a. hin fornu menningartengsl Norðurlandanna við England og Normandí, en
einnig og ekki síður áhugi á þjóðfræði, ljóðlist og stjórnmálum. Eru þýð-
ingarnar sem hér eru birtar helsti sýnilegi ávöxturinn af samstarfi þeirra. Þó
má geta þess að Gísli þýddi síðar á dönsku grein eftir George Stephens,
‘Engelsk eller Angel-Saxisk’, sem kom út 1854.15
Árið 1864 sótti Gísli um prófessorsstöðu í norrænum fræðum í Lundi, sem
var e.t.v. bjartsýni fyrir próflausan mann. George Stephens gaf honum þá með-
mæli, þar sem hann fer fögrum orðum um víðtæka þekkingu Gísla; segir hann
94