Gripla - 20.12.2007, Side 186
GRIPLA
og barokks; milli lærðra manna samtímans sem áttu latínuna sameiginlega en
höfðu jafnframt allir áhrif á þróun bókmennta á móðurmálinu, hver á sínu
svæði. Við þetta bætist svo hugmyndin um imitatio, að skáldið eigi að taka sér
mikil skáld og höfunda til fyrirmyndar og líkja eftir þeim. Þannig voru
höfundar eins og Cicero, Aristóteles, Tacitus, Seneca og Virgill fyrirmyndir
skálda og lærðra manna um alla álfuna. Þannig eru margir sameiginlegir
þræðir í evrópskri barokkmenningu. Hvað sem því líður hlaut rannsókn á
hugsanlegum barokkeinkennum í íslenskri bókmenntasögu einkum að taka
mið af því hvernig barokk hefur verið skilgreint og hvernig það birtist á hinu
norður-evrópskra menningarsvæði.
Andmælandi minn er þeirrar skoðunar að betur hefði þurft að ræða þá
staðreynd að mælskufræðin á sér langa sögu og því hæpið að tengja retorísk
stílbrögð eingöngu við barokktímann, eða telja þau sérstakt einkenni
tímabilsins. Vandamálið sem andmælandi minn víkur hér að á almennt við um
barokkrannsóknir, jafnt í Þýskalandi og annars staðar, og er víða tekið til um-
ræðu í þeim ritum sem ég vitna til í bók minni. Það tengist jafnframt afmörkun
barokksins frá miðaldabókmenntum. Hann telur einnig að ég hefði átt að ræða
ítarlegar spurningar sem varða almenna bókmenntafræði, svo sem hvort
mælskufræðin hafi raunverulega haft jafn víðtæk áhrif á bókmenntir, bæði á
barokktímanum, og fyrr og síðar, og oft er haldið fram.
Þótt umrædd atriði séu ekki tekin sérstaklega fyrir er vikið að þeim, t.d. í
upphafi kaflans Orðsins list á lærdómsöld þar sem segir að mælskufræðin hafi
„mótað alla hugsun um mál og stíl á Vesturlöndum frá því á fimmtu öld fyrir
Krist og fram á nítjándu öld“ (bls. 69) en jafnframt bent á (með tilvísunum til
þýskra og íslenskra fræðimanna) að aldrei hafi verið samdar jafnmargar
kennslubækur í mælskufræði og á því tímabili sem kennt er við húmanisma og
barokk (bls. 77). Að mínu mati var mikilvægast að ég gæti með rannsókn
minni sýnt fram á að mælskufræðin gegndi lykilhlutverki í því sem ritað var á
íslensku á dögum sr. Hallgríms en það hafði verið dregið í efa, t.d. af Wilhelm
Friese (1968:126). Ég lagði mig því alla fram um að sýna fram á gildi og
mikilvægi mælskufræðinnar í þeim textum sem ég fjallaði um.
Þá telur prófessor Glauser að eðlilegt hefði verið að fjalla meira í rit-
gerðinni um verk Jóns biskups Vídalíns (1666–1720), enda er hann annar
mikilvægasti fulltrúi barokksins á Íslandi. Telur hann að miðað við það rúm
sem umfjöllun um verk Magnúsar Ólafssonar og Stefáns Ólafssonar fá, hefði
verið eðlilegt að ræða nánar um Jón Vídalín. Þetta er mjög eðlilegt sjónarmið
en ég hef mér það einkum til málsvarnar að á undanförnum árum hefur afar
lítið verið fjallað um verk Magnúsar og Stefáns. Hins vegar var Vídalíns-
184