Gripla - 20.12.2007, Side 189
ANDMÆLARÆÐUR
varðandi munnlegan flutning, að Oralität eða Vokalität hafi skipt miklu máli,
ekki síður en hinn ritaði texti. Hér er vissulega um mikilvægt og áhugavert
atriði að ræða sem þarfnast nánari rannsókna. Í ritgerð minni (bls. 142–143)
læt ég þess reyndar getið í umfjöllun um Ómennskukvæði eftir Stefán
Ólafsson að skáldið „hafi lesið kvæðið upp við kirkju eptir messu fyrir sókn-
arbændum sínum, er honum hafi þótt þeir ríða of mikið út og gefa sig við öðru
sukki og segir, að mælt sé að þeir hafi látið sér segjast“ (Stefán Ólafsson I
1885:262; sbr. aths. við orðið bóndi í Orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík,
AM 433 fol II 1, bl. 200v). Ég tel mig víða hafa reynt að minna lesandann á að
flutningur kveðskapar gegndi mikilvægu hlutverki. Vandamálið er hins vegar
að heimildir um flutning eru oftast mjög takmarkaðar.
Annar andmælandi, dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor í guðfræði, gerir að
umræðuefni merkingu hugtakanna hugleiðsla og íhugun. Ég játa að sam-
kvæmt máltilfinningu minni er ekki mikill munur á merkingu orðanna en ég
fellst heils hugar á röksemdir hans um „að nauðsynlegt sé að halda hugtökum
aðgreindum“ og get verið sammála honum um að nota íhugun sem þýðingu á
meditation (da.) en hugleiðslu yfir kontemplation (da.). Hann telur að ljóð
Hallgríms Péturssonar og rit hans í óbundnu máli séu fremur meditation en
kontemplation og því réttara að tala um íhugun en hugleiðslu gagnvart þeim.
Því má bæta við að íhugun hefur það fram yfir hugleiðslu að vera eldra í
málinu og það orð notar Hallgrímur Pétursson, m.a. í inngangsorðum sínum
að Passíusálmunum. Þar notar hann raunar einnig hugtakið „umþenking“ og
segir: „Umþenking guðrækileg herrans Jesú pínu og dauða er vissulega dýr-
mæt [...] og með því að ég hefi hennar langvaranlega íhugun mér í brjósti
geymt [...]“. Þetta leiðir hugann að hugtakinu betragtning (da.) sem rætt er um
í ritgerðinni í tengslum við passíusálma og íhugunarrit. Það er lykilhugtak í
ritum sem fjalla um pínu Jesú og dauða en erfitt að sjá hvaða orð væri best að
nota um það á íslensku.
Þá gagnrýnir andmælandi mig fyrir notkun hugtakanna lögmál og
fagnaðarerindi en þeirra er getið neðanmáls á bls. 306. Athugasemd minni var
fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á því að hugtökin iðrun og huggun, sem
eru meginatriði í kaflanum Iðrunar- og huggunarkvæði, eiga rætur í kristinni
guðfræði og þeim hugmyndum sem þar koma fram um synd og náð, lögmál
og fagnaðarerindi sem lútherska kirkjan hefur löngum lagt mikla áherslu á.
Mér er ljóst að hugtökin lögmál og fagnaðarerindi eru mun flóknari og
margþættari, bæði guðfræðilega og sögulega, en athugasemd mín gefur til
kynna.
187