Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 22
20
Terry Gunnell
Adam“) sem segir frá syndafallinu og spádómum um komu Krists (Sletsjöe 1968;
Aebischer 1963; og Bevington 1975, 78-121). Verkið, sem er ekki heilt, er
varðveitt í einu pappírshandriti, Bibliotheque Municipale de Tours, MS 927, fol.
20r—40r, sem varskrifaðummiðjatólftuöld (Muir 1970,155). Handritiðskrifaði
maður sem notaði tvö mismunandi stílbrigði (Aebischer 1963, 13-14). Hann
byrjar með því að setja mælendanöfnin með skammstöfunum inn í textann eins
og sést á mynd nr. 7, en breytir svo allt í einu til á fol. 25v og notar spássíurnar í
staðinn eins og sýnt er á mynd nr. 6. Nöfnin eru rituð á hægri spássíu einni línu
fyrir ofan upphaf ræðunnar, eins og í enska handritinu af The harrowing of Hell
(„Hrellingur skelfmgarvítis11: MS Harley 2253, fol. 55v-56v).15 Þessi aðferð er
síðan notuð áfram í Le mystere d'Adam. Einn kafli handritsins (fol. 33v-34r) er
sérstaklega athyglisverður, en þar hættir skrifarinn við að byrja hverja ræðu á nýrri
línu (sjá Sletsjöe 1968). Hér kemur stundum fyrir að trvær ræður hefjast í sömu
línu. Lausn skrifarans á slíku vandamáli er nákvæmlega sú sama og má sjá í gömlu
Codex Bembinus handriti afverkum Terentiusar og í að minnsta kosti einu handriti
af Babio. Nafn seinni ræðumanns er ritað inn í textann sem staðfestir að nöfnun-
um var ekki bætt við seinna (sjá mynd nr. 6,1. 23).16
Það var greinilega að myndast hefð fyrir því á þrettándu öld, að nöfn mælenda
í leikritum ættu að vera á spássíum, og off í styttu formi. Þessi hefð virðist eiga
uppruna sinn í Norður-Frakklandi eða
Englandi hjá lærðum mönnum,
hugsanlega námsmönnum sem höfðu
hugann ekki eingöngu við heilög rit
heldur líka annað efni af léttara tagi (sjá
t.d. Thomson 1977, 54—55). Sumir þe-
irra höfðu einnig áhuga á að skrifa eða
skrá verk á þjóðtungu sinni frekar en
latínu. Sams konar aðferð og þeir not-
uðu við leikrit má sjá á Islandi í Konungs-
bók eddukvæða sem var rituð um 1270
(sjá t.d. Wimmer og Jónsson 1891, og
Finnur Jónsson 1896).
Mér
að um
kynna
Konungsbók og AM 748 handritinu,
enda er hún ekki vel þekkt vegna þess að
þær blaðsíður sem sýna spássíumerk-
ingarnar birtast ekki á ljósmyndum
nema í heildarútgáfum af handritunum.
vitanlega hefur ekkert verið fjall-
notkun þessarar aðferðar til að
mælendur í samtalskvæðunum í
Mynd 8: AM 748 I, 4to, fol. 2v (ca 1300).
SkímismáL, 10-27 v. Mælendamerkingar: Á
vinstri spássíu: h.q. (hirðir qvað) S.q. (Skírnir
qvað) G.q. (Gerðr qvad). (Myndin er birt með
leyfi Árnastofnunar, Kaupmannahöfn.)
'5 Handritið var ritað snemma á fjórtándu öld. Sjá Ker 1965, og Hulme 1907.
16 Gamla kerfið sem fólst í að byrja nýjar ræður í nýjum línum er aftur tekið upp á fol. 39r-39v.