Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 25
Spássíukrot
23
aðferð sem hafði verið notuð í samtalsverkum hér á landi og í Noregi. Til eru að
minnsta kosti tuttugu norræn handrit frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld sem
varðveita samtalsverk, þ.e.a.s. Viðrœður Gregoriusar mikla\ Elucidarius eftir
Honorius Augustodunesis; aðrar helgiræður eins og Viðrœðurlíkams ogsálar, Æðru
senna oghugrekkr, og Konungsskuggsjá. Dæmi úr þessum handritum eru á myndum
11 ogl2P Mismunandi gerðir af skammstöfimum á nöfnum eru notaðar en þeim
er alltaf komið fyrir inni í textanum, stundum ritaðar með rauðu eða bláu bleki
en aldrei á spássíurnar (Gunnell 1991, 286—290).
Skrifarar eddukvæða hafa því ákveðið að nota ekki þessa viðteknu aðferð,
hugsanlega vegna þess að þeim fannst verkin sem þeir voru að skrá vera af öðrum
toga. Mælendanöfnin átti ekki að lesa eða kveða upphátt. Þetta sést best í AM
748. Þetta handrit virðist vera eftirrit af edduhandriti sem var eldra en Konungs-
bók, eins og sjá má af ólíkri röð kvæðanna og notkun spássíumerkinga. Hér eru
Hárbarðsljóð og Baldurs draumar á undan Skírnismálum og Vajþrúðnismálum, og
skrifarinn byrjar á þvf að setja mælendamerkingar við Hárbarðsljóð inn í textann
eins og sést á mynd nr. 13. Merkingarnar
vantar alveg við Baldurs drauma, en á
fyrstu blaðsíðu Skírnismála heldur skrif-
arinn áfram að setja nöfnin inn í text-
ann, þ.e.a.s. hann notar sömu aðferð og
er notuð í handritum af Viðrœðum
Gregoriusar. (Það er líklega þess vegna
sem orðin Skímir kvað birtast inni í
textanum í byrjun Skírnismála í
ins við blaðinu og allt í einu tekur hann
að nota spássíurnar eins og sést á mynd
nr. 8. Hann heldur þessari aðferð í
Skírnismálum og Vajþrúðnismálum, og
merkingarnir eru meira að segja skreyt-
tar með rauðu bleki á fyrstu blaðsíðunni
eins og til áherslu. Það væri gaman að
vita hvað gerðist áður en hann (eða hinn
upprunalegi skrifari) byrjaði á nýrri
blaðsíðu í handriti sínu. En þessi aðferð
Handritin eru eftirfárandi: Viðrœður Gregoriusar miklar. AM 677 4to, fol. 49-82; AM 655 XV
4'°; og ýmis önnur brot: sjá Seip 1949, og Hreinn Benediktsson 1963, og 1965 (mynd 66). —
Elucidariur. AM6744to; AM675fol. lr-16b ogAM544, fol. 10b-12a: sjájón Helgason 1957
og 1960. — Viðrœða líkams og sdlar einti laugardag að kveldi: AM 619 4to, fol. 75b-78a: sjá
Knudsen 1952. — Æðru senna og hugrekki og Viðrœða líkams og sálar. AM 544, fol. 60a-68b;
sjá líka Uppsala, De la Gardie, nr. 4—7, fol. 6r: sjá Jón Helgason 1960, og Tveitane 1972. —
Konungs skuggsjá-. AM 243b, NRA 58A, NRA 58C, Ny. kgl. saml. 235g, AM1056IX, og NRA
58 B: sjá Holm-Olsen 1947.
Konungsbók.)
En þá snýr skrifari AM 748 handrits-
Mynd 13: AM 748 I, 4to, fol. lv (ca 1300).
Hárbarðsljóð, 44-60 v. Baldurs draumar, 1-8
v. Madendamerkingar: Inni í textanum, t.d. 1.
1: .þ.q. (Þórr qvað). (Myndin er birt með leyfi
Árnastofnunar, Kaupmannahöfn.)