Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 34
32
Gísli Sigurðsson
Það eykur mjög á gildi þessa dæmis að í Melabókargerð LandnámiP (Þórðar-
bók) er greint frá skiptum Finnboga ramma við Hofverja. Þrjú atriði í tengslum
við staðfræði eru þar nákvæmar tilgreind en í sögunni án þess að sá munur hafi
þó orðið til alvarlegra efasemda um rittengsl.9 Efni VatnscUlu í heild er og rakið í
fleiri gerðum Landnámu eins og Einar Ólafur Sveinsson hefur rannsakað og
ályktað að Landnámutextarnir byggi á glataðri, ritaðri gerð VatnscLela sögu'0 —
en ekki bara munnlegum sögum af Vatnsdælum.
A undanförnum áratugum hafa hugmyndir um Iistræna möguleika munnlegr-
ar frásagnarlistar tekið miklum breytingum og m.a. mótað rannsóknir íslenskra
fombókmennta." Menn hafa t.d. áttað sig á að það er engin sérstök andstaða í
því fólgin að sögur séu vel gerðar og beri vott um heildarhugsun annars vegar og
að þær hafi gengið í munni hins vegar, — eins og virðist gert ráð fyrir í þeim
yfirlitsgreinum um sögurnar sem eru tilfærðar hér á efitir. Ef ritaðar íslendinga-
sögur hafa sótt mikið til munnlegrar frásagnarhefðar í líkingu við lifandi munn-
legar frásagnarhefðir á okkar dögum þá er líka erfitt um vik að greina hinar rituðu
sögur með sams konar aðferðum og henta við greiningu nútímaskáldverka eftir
nafngreinda rithöfunda. í munnlegri frásagnarlist gilda önnur lögmál um listræna
framsetningu, m.a. í sambandi við fastmótað orðalag og byggingu einstakra
frásagnarliða, lögmál sem kalla á sérstakar aðferðir við greiningu verka sem byggja
á slíkri hefð.12
Munnlegar sögur í hefð af þessu tagi geta ekki talist áreiðanlegar heimildir um
atburði á söguöld, hvort sem þær hafa ratað inn í Landnámu eða íslendingasögur.
Jafnvel þó að ættartölur hafi snemma verið skráðar í einhverri mynd þá hafa
sögurnar í Landnámu verið sóttar í munnlega geymd, til fólks sem var ekki til
vitnis um þá atburði sem lýst var. Því gátu Landnámuritarar ekki sannreynt
ingasögur: Kaflar úr háskólafýrirlestrum (Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta VI. nr.
3), Reykjavík 1937-1939, bls. 243-249 og 336-348; Walther Heinrich Vogt (útg.). VatnstLela
saga, Halle, 1921, bls. xxxii-xxxiii um Vatnsdælu og Finnboga sögu; A.G. van Hamel.
„Vatnsdælasaga and Finnbogasaga." Journal ofEnglish and German Philology 33 (1934), 1-22;
Jóhannes Halldórsson. „Formáli“ (um Finnbogasögu) íslenzkfomritXW, Kjalnesinga saga, Hið
íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1959, bls. lix-lxvii (yfirlit um niðurstöður fyrri fræðimanna er
á bls. lx—lxi). Þá er gerð grein fyrir þessari rannsóknasögu ásamt rækilegum samanburði ólíkra
efnisatriða í óprentaðri B.A.-ritgerð Ásdísar Haraldsdóttur, Samskipti Finnboga ramma og
Ingimundarsona í Finnboga sögu annars vegar og Vatnsdœla sögu hins vegar (haust 1980). Sjálf er
Ásdís höll undir þátt munnmæla við ritun sagnanna.
8 Landnámabók: Melabók AM 106. 112 fol., Kommissionen for det Arnamagnæanske legat,
Kaupmannahöfn og Kristjaníu 1921, bls. 96.
9 Sbr. formála Jóhannesar Halldórssonar að Finnboga sögu (sjá nmgr. 6), bls. lix-bc.
10 Sjá t.d. Einar Ól. Sveinsson: „Formáli.“ íslenzkfomritVIII, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík
1939, bls. xxxiii-xli. Ágæt umfjöllun um lík rannsóknarviðhorf með sérstöku tilliti til Hávarðar
sögu fsfirðings er hjá Örnólfi Thorssyni í grein hans: ,,‘Leitin að landinu fagra’. Hugleiðing um
rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum." SkáldskaparmálI (1990), einkum frá bls. 38.
11 Sbr. rit sem vísað er til í nmgr. 4.
12 Sbr. bók John Miles Foley, Immanent Art: From Structure to Meaning in Traditional OralEpic,
Indiana University Press, Bloomington og Indianapolis, 1991, sem setur sér það mark að þróa
aðferðafræði fyrir orðlistaverk sem eiga sér rætur í munnlegri hefð (sjá ritdóm minn um bók
Foley í síðasta hefti Skáldskaparmála).