Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 36
34
Gísli Sigurðsson
1260 að því að talið er). í grein sinni um söguna í Dictionary of the Middle Ages16
segir Paul Schach að sagan sé líklega skrifuð í Þingeyrarklaustri um 1270 og að
líkur séu til að varðveitt gerð sögunnar sé unnin upp úr eldri gerð sem Sturla
Þórðarson hafi notað við ritun Landnámu sinnar.17
Um Finnboga sögu segja Simek og Hermann Pálsson að hún hafi fyrst komið
fram á 14. öld og að aðalhetja sögunnar eigi sér sögulegar rætur þar eð hún sé
kunn úr Landnámu, Islendingadrápu og Vatnsdœla sögu. Paul Schach ritar um
Finnboga sögu í Dictionary ofthe Middle Ages18 og segir söguna saman setta um
1310 og enda þótt Finnbogi hafi verið söguleg persóna (því að hann er nefndur
í Landnámu og Islendingadrápu) þá sé fyrsti hluti sögu hans tilbúningur með
ævinfyraminnum. Schach ræðir tengsl sögunnar við aðrar heimildir, einkum
Vatnsdœla sögu, og bendir á að erfitt sé að gera ráð fyrir beinum rittengslum því
að orðalagslíkingar séu fáar. Hann segir einnig að sumir hafi gert ráð fyrir að best
væri að skýra bæði mun og líkindi sagnanna með munnlegri forsögu þeirra í
Vatnsdal og Víðidal. Gegn þeim rökum teflir Schach fram þeirri fullyrðingu að
heilsteypt persónusköpun Finnboga og Jökuls Ingimundarsonar í Finnboga sögu
bendi frekar til ætlunarverks höfundar (eins og það dragi úr líkindum þess að
sagan hafi varðveist í munnmælum). I lok greinarinnar segir Schach að tilgangur
höfúndar með því að setja saman sögu sína hafi verið sá að rétta hlut Finnboga í
Víðidal því að hann hafi farið heldur halloka í sögunni af höfðingjunum í
Vatnsdal.19
Vol. 12, ritstj. Joseph R. Strayer, Charles Scribner’s Sons, New York, 1989, 363.
17 Til að skýra þann mun sem er á Landnámu og Vatnsdælu gerir Einar Ólafur Sveinsson ekki ráð
fyrir að sagan hafi verið endursamin heldur að „sá maður sem skrifaði þá skinnbók, sem
núverandi handrit eru komin frá, hafi lagað textann í hendi sér heldur í meira lagi, en án þess
þó að mér þyki brýn ástæða að ætla, að hann hafi skapað með því nýja gerð sögunnar." (bls. lv
í: „Formáli." Islenzk fimritVUl, Vatnsdala saga, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1939.)
18 Vol. 5, ritstj. Joseph R. Strayer, Charles Scribner’s Sons, NewYork, 1985, 64-65. Síðan gengið
var frá þessari grein til prentunar hefur birst grein um Finnboga sögu eftir Margréti Eggertsdóttur
í MedievalScandinavia: An Encyclopedia, ritstj. Phillip Pulsiano, Garland Publishing, Inc., New
York & London 1993. Þar segir Margrét um tengsl Finnboga sögu og Vatnsdælu eftir að hafa
getið um hugmyndir manna um rittengsl: „. . . but it is equally plausible that the two versions
represent oral variants of the same story.“
19 Þessi skoðun um tilganginn með ritun Finnboga sögu fellur að því sem þeir sögðu Björn M.
Ólsen, Sigurður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson; Björn að „missagnir þær, sem eru, sjeu að
minsta kosti sumar hverjar sprottnar af því, að höfundur Finnboga sögu hafi af ásettu ráði vikið
frá sögu Vatnsdælu, þar sem honum þótti hún bera Ingimundarsonum of vel eða Finnboga og
fjelaga hans Bergi rakka of illa söguna, og breitt frásögninni sínum söguköppum í vil.“ (bls. 340
í kaflanum um Finnboga sögu í: Um íslendingasögur: Kaflar úr háskólafyrirlestrum (Safn til sögu
íslands og íslenzkra bókmennta VI. nr. 3), Reykjavík 1937-1939), Sigurður: „En sammenlign-
ing med Vatnsdæla viser, at de to forfattere tager ivrigt parti for hovedpersonerne i hver sin saga,
men Finnboga s. er ojensynlig den yngste og kan betragtes som en slags modskrift mod den
anden. Finnboga s. er antagelig skrevet í Víðidalr i Húnavatnsþing og giver udtryk for jalousi
mellem to bygder.“ (bls. 268 í Litteraturhistorie B: Norge og Island (Nordisk kultur VIII:B),
Stockholm, Oslo, Kobenhavn, 1953. Sbr. líka bls. 129 í bók Nordals, Snorri Sturluson,
Reykjavík 1920.) og Einar Ólafúr að Finnboga saga hafi verið rituð „til að rétta þann krók, sem
Víðdælum var beygður í Vatnsdæla sögu.“ (bls. xiv í: „Formáli." IslenzkfoniritWU, Vatnsdala
saga, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1939.)