Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 40

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 40
38 Gísli Sigurðsson hans og síðan hrint honum í veislu þar sem Þorsteinn var sjálfur helsti virðingar- gestur. Hann bregst fyrst við þegar hann er niðurlægður með orðum.23 Það fellur hins vegar ekki að ímynd goðans að ganga á hólm við aðra menn og því tekur hinn herskái bróðir það hlutverk að sér og heitir því að berjast fyrir þá báða um leið og hann fer niðrandi orðum um Berg. í Finnboga sögu halda Hofsbræður brúðkaup systurdóttur sinnar að Hofi og gifta hana frænda Þorkels í móðurætt, Grími á Torfustöðum. Bæði Grímur og bræðurnir Þórir og Þorsteinn bjóða Finnboga til veislunnar. Þeir Bergur fara síðan í hríðarveðri og brjótast yfir Vatnsdalsá: „Var hún allólíkleg til yfirferðar. Var krapaför á mikil en lögð frá löndum." (34:656) En nú bregður svo við að Bergur er ekki sami kraftajötunninn og í VatnscUla sögu, heldur hangir hann í belti Finnboga sem syndir með þá báða yfir ána — og minnir sund þeirra á það þegar Loki/Þjálfi hékk í belti Þórs í sögunni af för Þórs í Geirröðargarða (í 27. kafla Skáldskaparmála og Þórsdrápu). í sjálfri brúðkaupsveislunni hrindir Jökull Bergi að eldinum, án sýnilegrar ástæðu, og Bergur rekst á Kol, ódælan ráðamann að Hofi, sem hrindir honum aftur. Finnbogi réttir hlut frænda síns og þiggur gjafir af Þóri og Þorsteini til að koma á sáttum en það stoðar lítt og þeir Bergur og Kolur eigast illt eitt við. Ekki segir frekar af þessum illindum nema að hólmgangan er ákveðin og er athyglisvert að Jökull ætlar sér Finnboga en goðinn Þorsteinn skorar Berg á hólm. Vatnsd&la saga lýsir hólmstefnunni nokkuð rækilega, vísar jafnvel til goðsagna með því að láta nöfn persóna minna á goðin. Þegar nær dregur stefnunni er Þorsteinn með vinaboð og frilla Bergs dregur kjark úr þeim frændum með því að benda á hamingju Ingimundarsona, sem birtist í viti og gafii Þorsteins og bersersks-náttúru Jökuls. Bergur mótmælir því ekki að hann hafi litla von gegn þeim Ingimundarsonum en hann getur ekki annað en risið gegn orðum Jökuls: „Mikið hefir Jökull um mælt svo að mér er það eigi þolanda.“ (33:1884) Hann er m.ö.o. ekki lengur að hefna höggsins í veislunni að Skíða heldur opinberum yfirlýsingum Jökuls á þingi. Þrátt fyrir óveður á hólmgöngudaginn koma þeir Ingimundarsynir til stefn- unnar og hafa goðmagnað sig mjög til fararinnar. Jökull tekur til dæmis Þorstein bróður sinn með þó að hann hafi sjálfur heitið því að sjá um bardagann. Þeir koma fram sem einn maður og sýna tvær hliðar goðans, Jökull sér um fram- kvæmdir en Þorsteinn situr á valdastóli. Að nokkru leyti minna þeir því á tvö meginhorf Óðins, sem goðinn er fulltrúi fyrir, og styrkist sú hugmynd af nöfnum förunautanna: Þóris (sem minnir á nafn Þórs) og Faxa-Brands sem á hestinn Freysfaxa. Þannig hafa handhafar goðavaldsins, Þorsteinn og Jökull, fengið til liðs við sig þau goðmögn sem standa næst Óðni, Þór og Frey, og má þá búast við að lítið verði úr vörnum þeirra Finnboga utan að sagan lætur í það skína að Sbr. grein Helgu Kress „Staðlausir stafir: Um slúður sem uppsprettu frásagnar í íslendingasög- um“, í Skírni 165 (vor 1991), 130-156, þar sem hún leggur áherslu á að persónur íslendinga sagna bregðist sterkar við niðurlægjandi orðræðu en athöfnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Skáldskaparmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.