Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 44
Sannyrði sverða: Vígaferli í
Islendinga sögu og hugmyndafræði sögunnar
ÁRMANN JAKOBSSON
Inngangur
Islendinga saga var lengi talin hlutlaust sagnfræðirit og traust. Þegar í Sturlungu-
formálanum svonefnda er sá dómur felldur um sagnaritarann Sturlu Þórðarson
að „treystum vér honum bæði vel til vits og einurðar að segja í frá, því að hann
vissi eg alvitrastan og hófsamastan.“' Greinilegt er að Sturla er hér í hlutverki
auctoritas, til að veita frásögninni trúverðugleika.2 Marlene Ciklamini hefur
raunar bent á að þau einkenni sagnaritunar Sturlu sem nefnd séu í Sturlungufor-
málanum séu kristilegar höfúðdyggðir.3 Samtíðarmenn Sturlu höfðu hann í
hávegum fyrir hófsemi og sanngirni og töldu sig finna í ritum hans þá kosti sem
prýða rit trúverðugs sagnaritara. Þetta viðhorf til Sturlu heíúr varað fram á þessa
öld4 en hefur undanfarna áratugi verið í endurskoðun.5 Enda þótt Sturla sé enn
álitinn trúverðugur sagnaritari6 virðist hlutleysi hans eða skoðanaleysi orðum
aukið. Jafnvel þótt hann forðist að leggja beinlínis út af atburðum fer því fjarri að
hann taki enga afstöðu til þeirra. Mat hans er falið í frásögninni sjálfri, í vali á því
sem frásagnarvert er og framsetningu atburða.7
íslendinga saga á að mestu samleið með íslendingasögunum hvað varðar
frásagnaraðferð og stíl.8 Því þarf engum að koma á óvart að Sturlu Þórðarsyni hafi
1 Sturlunga saga, I—II, Reykjavík, 1988, bls. 100. Framvegis er vitnað til þessarar útgáfu í
meginmáli. Stafsetning á öðrum útgáfum er til hægðarauka færð til nútímahorfs af undirrituð-
um.
2 Preben Meulengracht Sorensen bendir á að Sturlunguformálanum svipi til formála Ara fróða
að íslendingabók í grein sinni, „Historiefortælleren Sturla Þórðarson", Sturlustefha, Reykjavík,
1988, bls. 112-114. Sbr. Sverrir Tómasson, Formálar sagnaritara á miSöldum. Rannsókn
bókmenntahefSar {Rit StofhunarÁma Magnússonar á íslandi, 33), Reykjavík, 1988, bls. 22-28.
3 Marlene Ciklamini, „Biographical Reflections in fslendinga sagd', Scandinavian Studies, 55,
1983, bls. 205.
Gunnar Benediktsson, Sagnameistarinn Sturla, Reykjavík, 1961, bls. 9-10.
5 Theodore M. Andersson, The Problems of Icelandic Saga Origins. A Historical Survey, New
Haven, 1964, bls. 41-55. Sjá einnig Ulfar Bragason, On the Poetics ofSturlunga (ópr. doktors-
ritg.), Berkeley 1986 og víðar.
6 Skýringar ogfrœSi, ritstj. Örnólfúr Thorsson, Reykjavík, 1988, bls. xlv.
7 Marlene Ciklamini, „Biographical reflections“, bls. 206. Sjá einnig L. Lönnroth, „Rhetorical
PersuationintheSagas“, ScandinavianStudies, A2,1970, bls. 158. Þarerfjallaðnánar(164-184)
um einstök stílbrögð sem geta falið í sér mat. Preben Meulengracht Sorensen telur að þau atriði
í íslendinga sögu þar sem ekki sé greint frá stórtíðindum hafi þann tilgang að koma að mati
Sturlu á atburðum („Historiefortælleren Sturla Þórðarson", 114-125)
8 Ulfar Bragason, On the Poetics ofSturlunga og ýmsar greinar, s.s. „Sturlunga saga: Atburðir og
frásögn", SkáldskaparmáL, 1, 1990, bls. 73-88.
SKÁLDSKAPARMÁL 3 (1994)